Erlent

Ætluðu að myrða krónprinsinn

Sádi-Arabar hafa kallað sendiherra sinn í Líbíu heim þar sem þeir þykjast hafa heimildir fyrir því að Líbíumenn hafi lagt á ráðin um að ráða Abdullah, krónprins Sádi-Arabíu, af dögum. Krónprinsinn er sá sem í raun og veru hefur völdin í landinu. Það munu vera upplýsingar frá meintum öfgamanni sem Bandaríkjamenn handtóku fyrir ólögleg viðskipti við Líbíu sem leiddu til þess að Sádar telja víst að myrða hafi átt krónprinsinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×