Erlent

Nýjar dýrategundir í Indónesíu

Vísindamenn hafa uppgötvað fjölda nýrra dýrategunda á afskekktum stað í Kalimantan-héraði í Indónesíu. Meðal þeirra eru áður óþekktar fisktegundir, ný kakkalakkategund, tvær sniglategundir sem aldrei hafa sést og plöntur. Tegundirnar fundust eftir aðeins fimm vikna rannsóknarvinnu vísindamannanna á svæði þar sem skógarhögg er stundað. Í kjölfar rannsóknanna segja vísindamennirnir gríðarlega mikilvægt að vernda svæðið fyrir skógarhöggi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×