Erlent

Qureia gagnrýnir fyrirhugaðan fund

Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, gagnrýndi í dag harðlega fyrirhugaðan fund í Lundúnum um umbætur í Palestínu. Hann sagði að það sem þyrfti til væri friðarráðstefna. Hann er ekki í aðstöðu til að ákveða hvort Palestínumenn sæki fundinn en afstaða hans er engu að síður merki um ágreining meðal leiðtoga Palestínumanna eftir dauða Jassirs Arafats. Mahmoud Abba,s leiðtogi palestínsku þjóðfrelsishreyfingarinnar sem ætlar að bjóða sig fram til forseta landsins. fagnaði áætlun um fundinn eftir fund sinn í gær með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×