Erlent

Fyrsta skrefið í átt að friði

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Mahmoud Abbas, frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Palestínu, segja ráðstefnuna sem ráðgerð er í Lundúnum á næsta ári verða fyrsta skrefið í átt að friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta kom fram á blaðamannfundi með Blair og Abbas í Ramallah á Vesturbakkanum fyrir stundu eftir að þeir höfðu rætt saman um ástandið í heimshlutanum. Fyrr í dag átti Blair fund með Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Blair hyggst halda ráðstefnu um málefni Miðausturlanda í Lundúnum í febrúar en Ísraelsmenn vilja ekki senda þangað fulltrúa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×