Erlent

Fimmtungur án fæðingavottorðs

Fimmtungur þeirra barna sem fæddust í Brasilíu í fyrra hefur ekkert fæðingarvottorð og eru þau þar með í raun ekki til, samkvæmt hinu opinbera. Ný skýrsla leiðir í ljós að 21,6 prósent nýfæddra barna árið 2003 voru ekki opinberlega skráð. Það er örlítið minni fjöldi en árið 1993, þegar 23,4 prósent nýfæddra barna voru ekki skráð hjá hinu opinbera. Börnum sem ekki hafa fæðingarvottorð er meinaður aðgangur að skólum og ýmsa opinbera þjónustu. Vegna þessa voru árið 1997 samþykkt lög sem kveða á um að foreldrar allra barna sem fæðast í landinu eigi að fá fæðingarvottorð án þess að þurfa að greiða fyrir það. Mýmörg dæmi voru um að fátækir foreldrar skráðu ekki börnin sín vegna gjaldsins. Höfundar skýrslunnar telja að ástæðan fyrir því ástandið hafi lítið batnað og fjölmörg börn séu enn án fæðingarvottorðs sé að foreldrar viti einfaldlega ekki að vottorðið fáist án greiðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×