Erlent

Mikil fátækt í Mongólíu

Meðan jólin nálgast bíður hundruða heimilislausra barna í höfuðborg Mongólíu harður vetur og svelti. Þriðjungur af íbúum landsins býr við sára fátækt. Fátækt hefur aukist mjög í Mongólíu síðan valdatíma kommúnista lauk og stuðningur frá Rússlandi hætti. Heimilislausum börnum hefur fjölgað mjög, og er talið að um tíu þúsund séu heimilislausir í höfuðborginni. Áströlsk kona hefur síðasta áratuginn komið þessum börnum til aðstoðar. Í miðstöð hennar eru 130 börn. Hún segir að oft á tíðum hafi börnin verið virkilega aðframkomin, en allt sé þó gert til þess að reyna að hjálpa þeim. Það sé lykilatriði að veita börnunum menntun, svo að þau geti fengið vinnu og komið sér út úr vítahringnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×