Erlent

Blair í Miðausturlöndum

Tony Blair kom seint í gærkvöldi til Ísrael en í dag mun hann eiga fundi bæði með Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og þeim Amhed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, og forsetaframbjóðandanum Mahmoud Abbas. Heimsókn Blairs á svæði Palestínumanna er fyrsta heimsókn þjóðarleiðtoga frá því að Jassir Arafat féll frá. Blair hyggst halda ráðstefnu um málefni Miðausturlanda í Lundúnum í febrúar en Ísraelsmenn vilja ekki senda þangað fulltrúa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×