Erlent

Vegvísir að frjálsri Palestínu

Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, segir að Palestínumenn vilji fylgja vegvísi að frjálsri Palestínu sem alþjóðasamfélagið styddi. Talið er víst að Abbas sigri í forsetakosningum í Palestínu á næsta ári.  Fyrr í dag átti Abbas fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og að honum loknum sögðu þeir að fyrirhuguð ráðstefna um málefni Miðausturlanda, sem halda á í Lundúnum í febrúar, gæti orðið fyrsta skrefið í nýju friðarferli. Blair og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ákváðu á fundi í morgun að ekki væri nauðsynlegt að fulltrúar frá Ísrael tækju þátt í ráðstefnunni en þar á einkum að ræða umbætur í Palestínu og hvernig megi byggja þar upp lýðræðislegt samfélag með öryggi og efnahagslega velferð í fyrirrúmi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×