Erlent

Næsti páfi ítalskur

Næsti páfi verður líklega ítalskur, að sögn belgíska kardinálans Godfried Danneels, en vangaveltur um næsta æðsta mann kaþólsku kirkjunnar verða sífellt meira áberandi um leið og heilsufarsástandi Jóhannesar Páls páfa annars hrakar sífellt. Hann er af pólskum uppruna og er orðinn 84 ára. Hann þjáist af Parkisons og getur ekki lengur gengið. Á undan honum hafa verið ítalskir páfar í 455 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×