Erlent

Stjörnuþokur í fæðingu

Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA segjast hafa fundið stjörnuþokur í fæðingu sem gætu einn góðan veðurdag orðið jafn stórar og Vetrarbrautin. Vísindamennirnir töldu áður að fæðingartíðni stjörnuþoka - ef þannig má að orði komast - hefði minnkað en þessar fæddust í alheimi sem kominn er vel yfir miðjan aldur. Þetta þykir benda til þess að alheimurinn sem við búum í sé enn í fullu fjöri og þetta gefur vísbendingar um hvernig Vetrarbrautin myndaðist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×