Fleiri fréttir Friðarvonirnar fuðruðu upp Friðarvonir í Miðausturlöndum fuðruðu upp í gærkvöldi þegar sprengja palestínskra hryðjuverkamanna grandaði fimm ísraelskum hermönnum. Svar Ísraelsmanna var ljóst: auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. 13.12.2004 00:01 Látlausar blóðsúthellingar í Írak Blóðsúthellingarnar í Írak virðast látlausar. Fjöldi fólks týndi lífi í morgun þegar hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp í miðri mannmergð í Bagdad. 13.12.2004 00:01 Að minnsta kosti 6 létust Að minnsta kosti 6 manns fórust og þrír tugir særðust eftir sprengingu á markaði á Filipseyjum í morgun. Ekki liggur fyrir hvort að um slys var að ræða eða hvort að hryðjuverkamenn voru að verki, en lögreglan segir tengsl Abu Sayyaf við Jemaah Islamiah á Filipseyjum. 12.12.2004 00:01 Eitrunin rannsökuð Stjórnvöld í Úkraínu hafa ákveðið að hefja lögreglurannsókn á því hvort eitrað hafi verið fyrir Viktor Júsjenkó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Úkraínu. Austurrískir læknar tilkynntu í gær að orsökin fyrir veikindum hans, sem meðal annars lýsa sér með útbrotum í andliti og margskonar einkennum frá líffærum, væri díoxín eitrun. 12.12.2004 00:01 Viðræður um nýja stjórn Viðræður eru hafnar um nýja stjórn í Ísrael, samsteypustjórn Líkúdflokks Ariels Sharons og Verkamannaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu. Þessi nýja stjórn sem er í burðarliðnum er sammála um að eftirláta Palestínumönnum Gasasvæðið og flytja á brott þaðan alla Ísraelsmenn. 12.12.2004 00:01 Rúmenar kjósa Rúmenar ganga að kjörborðum í dag, þar sem kosið verður í síðari hluta forsetakosninga í landinu. Valið stendur á milli þierra Adrian Nastase, sem er þrautreyndur stjórnmálamaður sem á rætur sínar að rekja í gamla kommúnistaflokkinn í Rúmeníu og Traian Basescu, sem er borgarstjóri Búkarest og sá valkostur sem flest vestræn ríki kjósa. 12.12.2004 00:01 Palestínskir fangar látnir lausir Stjórnvöld í Ísrael ákváðu í morgun að láta lausa nokkra palestínska fanga af þeim sex þúsund sem þeir hafa í haldi, Talið er að þarna séu stjórnvöld að undirbúa góðan jarðveg þegar eftirmaður Arafats, hinum nýlátna forseta Palestínu, verður kosinn þann 9. janúar næstkomandi. 12.12.2004 00:01 Farinn í hungurverkfall Saddam Hussein og 11 aðrir háttsettir ráðamenn úr stjórn hans hafa ákveðið að fara í hungurverkfall til þess að mótmæla slæmri meðferð á sér. Saddam og félagar hans dvelja nú í fangabúðum í Írak, þar sem þeir bíða eftir að réttað verði yfir þeim vegna meintra glæpa gegn mannkyni. 12.12.2004 00:01 10 létust í Ísrael Tíu Ísraelsmenn létust í dag þegar skæruliðar frá Palestínu sprengdu bílsprengju við herstöð Ísraelsmanna við landamæri Egyptalands og hófu síðan skothríð. Hamas samtökin hafa lýst tilræðinu á hendur sér. 12.12.2004 00:01 Harðari skilyrði fyrir Tyrki Forsætisráðherra Tyrklands segir Evrópusambandið ætla að setja strangari skilyrði fyrir inngöngu Tyrkja í sambandið en annarra þjóða. Hann segir ekkert land hafa þurft að bíða í meira en 40 ár eftir aðild og Evrópusmbandið sé enn hikandi þó að Tyrkir hafi gengið að öllum kröfum sambandsins. 12.12.2004 00:01 Lögreglurannsókn vegna eitrunar Stjórnvöld í Úkraínu hafa ákveðið að hefja lögreglurannsókn á því hvort eitrað hafi verið fyrir Júsjenkó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, og forsetaframbjóðanda. Kannanir sýna að Júsénkó hefur tíu prósentustiga forskot á keppinaut sinn, en kosningarnar verða endurteknar þann 26. desember næstkomandi. 12.12.2004 00:01 Ný stjórn tryggir brottflutning Takist að mynda nýja stjórn í Ísrael er brottflutningur Ísraela frá Gaza-svæðinu tryggður og friðvænlegra horfir á svæðinu. Viðræður eru hafnar um stjórn sem er sammála um að leggja niður landnemabyggðir Ísraela á Gaza-svæðinu og eftirláta Palestínumönnum svæðið. 12.12.2004 00:01 Hillir undir samstarf Forsætisráðherra Ísrael, Ariel Sharon, hóf í gær viðræður við stjórnmálaflokka strangtrúaðra gyðinga um myndun nýrrar stjórnar. Þær viðræður munu fara fram á sama tíma og Sharon ræðir við Verkamannaflokkinn, sem er helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Ísrael. 12.12.2004 00:01 Hóta sniðgöngu Stærsti stjórnmálaflokkur súnníta í Írak hefur aftur hótað að sniðganga kosningarnar sem fram eiga að fara í janúar, verði þeim ekki frestað. 12.12.2004 00:01 Biður Kúvæta afsökunar Leiðtogi PLO, Mahmud Abbas, bað Kúvæta afsökunar á því að styðja Saddam Hussein í innrás Íraka í Kúvæt 1990, þegar hann heimsótti emírsdæmið í gær. 12.12.2004 00:01 Sprengja á markaði Að minnsta kost 15 létust og 58 slösuðust þegar sprengja sprakk á fjölmennum markaði í suðurhluta Filippseyja í gær. Heimagerð sprengja, eða handsprengja, falin í kassa sprakk á markaðnum í General Santosborg. Öryggisgæslan var þegar hert, því óttast var að árásirnar yrðu fleiri. 12.12.2004 00:01 Þögul mótmæli Um þúsund manns komu saman í miðborg Kaíró í Egyptalandi á sunnudag. Margir þeirra voru með gula límmiða límda yfir munn sinn, sem á stóð "Nóg". 12.12.2004 00:01 Samstarfsmaður Berlusconi dæmdur Ítalskir dómstólar dæmdu í morgun náinn samstarfsmann Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, og viðskiptafélaga, í níu ára fangelsi fyrir að vinna með mafíunni. Berlusconi sjálfur var í gær sýknaður af ákæru um að hafa þegið mútur. 11.12.2004 00:01 Minnst 5 látnir eftir árásir Andspyrnumenn í Bagdad í Írak réðust í morgun að öryggissveitum og inn á lögreglustöðvar á nokkkrum stöðum í landinu. Að minnsta kosti fimm eru látnir og munn fleiri eru særðir. Þá gerðu þeir árás á starfsmenn menntamálaráðuneytisins, þar sem þeir sátu í rútu. 11.12.2004 00:01 Átök vaxa í aðdraganda kosninga Andspyrnumenn í Írak stóðu fyrir fjölda tilræða síðastliðin sólarhring, og réðust meðal annars inn á lögreglustöðvar víðs vegar um landið. Átök vaxandi í landinu eftir því sem nær dregur kosningum. 11.12.2004 00:01 Bóluefnabanki settur á laggirnar Sjö helstu iðnríki heims hafa ákveðið að koma á laggirnar bóluefnabanka, til að verjast sýkla- og efnavopnaárás hryðjuverkamanna, sem talin er geta orðið hvenær sem er. 11.12.2004 00:01 Hermaður dæmdur í fangelsi í Írak Bandarískur hermaður var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að skjóta á og myrða alvarlega særðan Íraka fyrr á þessu ári. Hermaðurinn játaði sig sekan, en sagðist hafa verið að lina þjáningar mannsins. 11.12.2004 00:01 Júsjenkó varð fyrir eitrun Viktor Júsjenkó, forsetaframbjóðandi í Úkraínu varð fyrir dioxineitrun, en ekki er enn vitað hvort eitrað hafi verið fyrir honum af ásettu ráði. Læknar sem rannsakað hafa Júsjenkó undanfarna daga segja engan vafa leika á því að Júsjenkó hafi orðið fyrir dioxineitrun og líklega hafi hann fengið það í gegnum munninn. 11.12.2004 00:01 2 háttsettir embættismenn skotnir Tveir háttsettir embættismenn innan bráðabirgðastjórnarinnar í Írak voru skotnir niður í suðvesturhluta Baghdad í morgun. Mennirnir voru á leið til vinnu þegar byssumenn létu til skarar skríða og hófu skothríð á bifreið þeirra. 11.12.2004 00:01 54 blaðamenn drepnir á árinu Árið sem nú er senn á enda er hið mannskæðasta í stétt blaðamanna um áratuga skeið. Alls hafa 54 blaðamenn verið myrtir við störf sín í ár, þar af 23 í Írak. Þá eru ótaldir þeir sem látist hafa úr slysum eða árásum þegar þeir hafa ekki verið við störf. Næstflestir hafa verið myrtir á Fillipseyjum, eða átta. 11.12.2004 00:01 Flogið til Vietnam á nýjan leik Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur hafið áætlunarflug til Vietnam og þar með komið á fyrstu almennu samgöngunum á millli landanna tveggja síðan Vietnamstríðinu lauk. Flugið tekur tuttugu klukkustundir og er flogið í 347 sæta boing 747 flugvél. 11.12.2004 00:01 Enn talað um eitrun Úr hverju dó Arafat? Þessari spurningu hefur ekki verið svarað með fullnægjandi hætti, og enn er því haldið fram að honum hafi verið byrlað eitur. 11.12.2004 00:01 Dioxín eitrun Orsök hinnar dularfullu veiki sem Júsénkó, forsætisráðherra Úkraínu hefur þjáðst af undanfarnar vikur, er díoxíneitrun. Líklegt er að honum hafi verið byrlað eitur. Íslenskur eiturefnasérfræðingur segir efnið bráðdrepandi í mjög litlum skömmtum. 11.12.2004 00:01 Tillögur Sharon samþykktar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk vilja sínum framgengt á fundi Likud-flokksins í gærkvöldi en þar voru greidd atkvæði um hugmyndir hans um þjóðstjórn með Verkamannaflokknum. Tillagan hlaut afgerandi stuðning enda hafði Sharon hótað að boða annars til kosninga, sem hefði getað leitt til þess að Likud-flokkurinn missti völdin í landinu. 10.12.2004 00:01 Hermaður féll í Írak í gær Bandarískur hermaður féll í gær í árás uppreisnarmanna í Írak, en talsmenn hersins vilja ekki greina frá kringumstæðunum. Nú liggur jafnframt fyrir að sjötíu hermenn fórust í áhlaupinu á Fallujah í síðasta mánuði, og átök standa þar enn á stöku stað. Í borginni Ramadi virðast uppreisnarmenn sækja í sig veðrið. 10.12.2004 00:01 Olíuverð lækkar líklega Olíuverð mun að líkindum hækka á heimsmarkaði eftir fund olíumálaráðherra OPEC-ríkjanna í dag, þar sem ræða á hvort að rétt sé að draga úr offramleiðslu með hliðsjón af lækkun heimsmarkaðsverðs á olíufati undanfarið. 10.12.2004 00:01 Samkynhneigðir í hjónaband Samkynhneigðir geta nú staðfest samvist sína á Nýja-Sjálandi eftir að þing landsins samþykkti lög þess efnis. Hundruð söfnuðust fyrir utan þinghúsið til að fagna niðurstöðinni, en lögin gera þó ekki ráð fyrir að samkynhneigðir geti gengi í hjónaband. Slíkt samband er á Nýja-Sjálandi aðeins á milli karls og konu. 10.12.2004 00:01 Þúsund deyja á hverjum degi Þúsund manns týna lífi á hverjum degi í Kongó. Ástæðan er borgarastyrjöld sem heldur áfram þrátt fyrir að friðarsamkomulag hafi verið undirritað fyrir einu og hálfu ári. Þrjár milljónir og 800 þúsund hið minnsta hafa látist í landinu undanfarin sex ár, sem þýðir að borgarastyrjöldin er mannskæðasta stríð frá Seinni heimsstyrjöldinni. 10.12.2004 00:01 Hermaður fundinn sekur um morð Bandarískur hermaður var í herrétti í dag fundinn sekur um morð, fyrir að hafa skotið óvopnaðan íraskan borgara í í Bagdad í ágúst.Maðurinn sagðist hafa skotið hann til að lina þjáningar hans. Refsingin hefur ekki verið ákveðin, en lögmenn mannsins hafa samið um að hún verði ekki þyngri en tíu ára fangelsi. Annars hefði verið hægt að krefjast lífstíðardóms. 10.12.2004 00:01 Berlusconi dæmdur í dag? Búist er við að dómur verði kveðinn upp í dag yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna mútumála. Berlusconi, sem er margfaldur milljarðamæringur, er sakaður um að hafa mútað nokkrum dómurum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og þannig keypt sér hagstæðan úrskurð í málum sem snertu Fininvest-veldið hans. 10.12.2004 00:01 Krabbamein í börnum eykst Krabbamein í evrópskum börnum hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og áratugum. Þetta sýnir ný rannsókn sem birtist í fagtímaritinu The Lancet. Alþjóðleg mistöð fyrir krabbameinsrannsóknir skoðaði tíðni krabbameins í börnum í 19 Evrópulöndum. Í ljós kom að tíðnin jókst um eitt prósent á ári hjá börnum og eitt og hálft prósent hjá unglingum á síðustu þremur áratugum. 10.12.2004 00:01 Wangari fær nóbelsverðlaun í dag Umhverfisverndarsinnin Wangari Maathai tekur við friðarverðlaunum Nóbels í Osló í dag. Maathai er frá Kenía og fyrsta konan frá Afríku sem hlýtur verðlaunin. Hún er forsvarsmaður hreyfingar sem kallast Græna beltið og hefur látið gróðursetja þrjátíu milljónir trjáa víðs vegar í Afríku. 10.12.2004 00:01 Brottflutningurinn tryggður? Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur boðið stærsta stjórnarandstöðuflokknum í Ísrael, Verkamannaflokknum, að mynda með sér þjóðstjórn. Takist það eru áætlanir Sharons um að brotthvarf Ísraelsmanna frá Gazasvæðinu taldar tryggðar. 10.12.2004 00:01 Prozac hættulegt börnum Lyfjaeftirlit Evrópusambandsins telur þunglyndislyfið Prozac hættulegt börnum, þvert á það sem forsvarsmenn lyfjaiðnaðarins í Bretlandi hafa haldið fram. Hátt í 200 þúsund börn og unglingar undir 18 ára aldri taka hin ýmsu þunglyndislyf að staðaldri í Bretlandi og að undanförnu hefur því verið haldið fram að Prozac sé öruggast slíkra lyfja fyrir börn. 10.12.2004 00:01 7 létust í sprengingu í Pakistan Að minnsta kosti sjö eru látnir og nokkrir slasaðir eftir sprengingu við herjeppa í suð-vesturhluta Pakistan í morgun. Fjögurra kílógramma sprengju var komið fyrir á reiðhjóli og hún sprakk við herjeppann með þeim afleiðingum að nokkrir létu lífið samstundis og nokkrir til viðbótar létust eftir að þeir höfðu verið fluttir á sjúkrahús. 10.12.2004 00:01 4 slasaðir eftir sprengingu Fjórir Ísraelsmenn slösuðust í morgun þegar palestínskir uppreisnarmenn skutu með sprengjuvörpu á fjölbýlishús á Gaza-ströndinni í morgun. Að minnsta kosti einn mannanna er í lífshættu. 10.12.2004 00:01 Kostnaðurinn óeðlilegur? Fjarskiptayfirvöld Evrópusambandsins hafa hafið rannsókn á því hvort kostnaður símtala úr farsímum á milli landa sé óeðlilega hár. Sem stendur er kerfið þannig að farsímar finna sér samband í símakerfi þess lands sem hringt er í, en eigi að síður er kostnaður símtala úr farsímum á milli landa töluvert hærri en ef hringt er innanlands. 10.12.2004 00:01 Niðurstaða rannsókna brátt ljós Forsetaframbjóðandinn úkraínski, Viktor Júsjenkó, fær væntanlega að vita það í dag hvort eitrað hafi verið fyrir honum í aðdraganda forsetakosninganna umdeildu í Úkraínu. Niðurstöður blóðrannsókna á Júsjenkó munu brátt liggja fyrir og kemur þá í ljós hvers vegna útlit stjórnarandstæðingsins hefur tekið stakkaskiptum á aðeins nokkrum vikum. 10.12.2004 00:01 Fyrrverandi SS-foringi ákærður Dómstóll í Danmörku hefur gefið út ákæru á 83 ára gömlum fyrrverandi dönskum SS-foringja, sem nú býr í Þýskalandi. Manninum, sem einnig hefur þýskt ríkisfang, er gefið að sök að hafa fyrirskipað morð á dönskum blaðamanni árið 1943. 10.12.2004 00:01 Ný stjórn í Ísrael Ný stjórn er í fæðingu í Ísrael sem er sammála um að eftirláta Palestínumönnum Gazasvæðið, og flytja þaðan á brott alla Ísraelsmenn. Vonir um frið hafa glæðst. 10.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Friðarvonirnar fuðruðu upp Friðarvonir í Miðausturlöndum fuðruðu upp í gærkvöldi þegar sprengja palestínskra hryðjuverkamanna grandaði fimm ísraelskum hermönnum. Svar Ísraelsmanna var ljóst: auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. 13.12.2004 00:01
Látlausar blóðsúthellingar í Írak Blóðsúthellingarnar í Írak virðast látlausar. Fjöldi fólks týndi lífi í morgun þegar hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp í miðri mannmergð í Bagdad. 13.12.2004 00:01
Að minnsta kosti 6 létust Að minnsta kosti 6 manns fórust og þrír tugir særðust eftir sprengingu á markaði á Filipseyjum í morgun. Ekki liggur fyrir hvort að um slys var að ræða eða hvort að hryðjuverkamenn voru að verki, en lögreglan segir tengsl Abu Sayyaf við Jemaah Islamiah á Filipseyjum. 12.12.2004 00:01
Eitrunin rannsökuð Stjórnvöld í Úkraínu hafa ákveðið að hefja lögreglurannsókn á því hvort eitrað hafi verið fyrir Viktor Júsjenkó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Úkraínu. Austurrískir læknar tilkynntu í gær að orsökin fyrir veikindum hans, sem meðal annars lýsa sér með útbrotum í andliti og margskonar einkennum frá líffærum, væri díoxín eitrun. 12.12.2004 00:01
Viðræður um nýja stjórn Viðræður eru hafnar um nýja stjórn í Ísrael, samsteypustjórn Líkúdflokks Ariels Sharons og Verkamannaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu. Þessi nýja stjórn sem er í burðarliðnum er sammála um að eftirláta Palestínumönnum Gasasvæðið og flytja á brott þaðan alla Ísraelsmenn. 12.12.2004 00:01
Rúmenar kjósa Rúmenar ganga að kjörborðum í dag, þar sem kosið verður í síðari hluta forsetakosninga í landinu. Valið stendur á milli þierra Adrian Nastase, sem er þrautreyndur stjórnmálamaður sem á rætur sínar að rekja í gamla kommúnistaflokkinn í Rúmeníu og Traian Basescu, sem er borgarstjóri Búkarest og sá valkostur sem flest vestræn ríki kjósa. 12.12.2004 00:01
Palestínskir fangar látnir lausir Stjórnvöld í Ísrael ákváðu í morgun að láta lausa nokkra palestínska fanga af þeim sex þúsund sem þeir hafa í haldi, Talið er að þarna séu stjórnvöld að undirbúa góðan jarðveg þegar eftirmaður Arafats, hinum nýlátna forseta Palestínu, verður kosinn þann 9. janúar næstkomandi. 12.12.2004 00:01
Farinn í hungurverkfall Saddam Hussein og 11 aðrir háttsettir ráðamenn úr stjórn hans hafa ákveðið að fara í hungurverkfall til þess að mótmæla slæmri meðferð á sér. Saddam og félagar hans dvelja nú í fangabúðum í Írak, þar sem þeir bíða eftir að réttað verði yfir þeim vegna meintra glæpa gegn mannkyni. 12.12.2004 00:01
10 létust í Ísrael Tíu Ísraelsmenn létust í dag þegar skæruliðar frá Palestínu sprengdu bílsprengju við herstöð Ísraelsmanna við landamæri Egyptalands og hófu síðan skothríð. Hamas samtökin hafa lýst tilræðinu á hendur sér. 12.12.2004 00:01
Harðari skilyrði fyrir Tyrki Forsætisráðherra Tyrklands segir Evrópusambandið ætla að setja strangari skilyrði fyrir inngöngu Tyrkja í sambandið en annarra þjóða. Hann segir ekkert land hafa þurft að bíða í meira en 40 ár eftir aðild og Evrópusmbandið sé enn hikandi þó að Tyrkir hafi gengið að öllum kröfum sambandsins. 12.12.2004 00:01
Lögreglurannsókn vegna eitrunar Stjórnvöld í Úkraínu hafa ákveðið að hefja lögreglurannsókn á því hvort eitrað hafi verið fyrir Júsjenkó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, og forsetaframbjóðanda. Kannanir sýna að Júsénkó hefur tíu prósentustiga forskot á keppinaut sinn, en kosningarnar verða endurteknar þann 26. desember næstkomandi. 12.12.2004 00:01
Ný stjórn tryggir brottflutning Takist að mynda nýja stjórn í Ísrael er brottflutningur Ísraela frá Gaza-svæðinu tryggður og friðvænlegra horfir á svæðinu. Viðræður eru hafnar um stjórn sem er sammála um að leggja niður landnemabyggðir Ísraela á Gaza-svæðinu og eftirláta Palestínumönnum svæðið. 12.12.2004 00:01
Hillir undir samstarf Forsætisráðherra Ísrael, Ariel Sharon, hóf í gær viðræður við stjórnmálaflokka strangtrúaðra gyðinga um myndun nýrrar stjórnar. Þær viðræður munu fara fram á sama tíma og Sharon ræðir við Verkamannaflokkinn, sem er helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Ísrael. 12.12.2004 00:01
Hóta sniðgöngu Stærsti stjórnmálaflokkur súnníta í Írak hefur aftur hótað að sniðganga kosningarnar sem fram eiga að fara í janúar, verði þeim ekki frestað. 12.12.2004 00:01
Biður Kúvæta afsökunar Leiðtogi PLO, Mahmud Abbas, bað Kúvæta afsökunar á því að styðja Saddam Hussein í innrás Íraka í Kúvæt 1990, þegar hann heimsótti emírsdæmið í gær. 12.12.2004 00:01
Sprengja á markaði Að minnsta kost 15 létust og 58 slösuðust þegar sprengja sprakk á fjölmennum markaði í suðurhluta Filippseyja í gær. Heimagerð sprengja, eða handsprengja, falin í kassa sprakk á markaðnum í General Santosborg. Öryggisgæslan var þegar hert, því óttast var að árásirnar yrðu fleiri. 12.12.2004 00:01
Þögul mótmæli Um þúsund manns komu saman í miðborg Kaíró í Egyptalandi á sunnudag. Margir þeirra voru með gula límmiða límda yfir munn sinn, sem á stóð "Nóg". 12.12.2004 00:01
Samstarfsmaður Berlusconi dæmdur Ítalskir dómstólar dæmdu í morgun náinn samstarfsmann Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, og viðskiptafélaga, í níu ára fangelsi fyrir að vinna með mafíunni. Berlusconi sjálfur var í gær sýknaður af ákæru um að hafa þegið mútur. 11.12.2004 00:01
Minnst 5 látnir eftir árásir Andspyrnumenn í Bagdad í Írak réðust í morgun að öryggissveitum og inn á lögreglustöðvar á nokkkrum stöðum í landinu. Að minnsta kosti fimm eru látnir og munn fleiri eru særðir. Þá gerðu þeir árás á starfsmenn menntamálaráðuneytisins, þar sem þeir sátu í rútu. 11.12.2004 00:01
Átök vaxa í aðdraganda kosninga Andspyrnumenn í Írak stóðu fyrir fjölda tilræða síðastliðin sólarhring, og réðust meðal annars inn á lögreglustöðvar víðs vegar um landið. Átök vaxandi í landinu eftir því sem nær dregur kosningum. 11.12.2004 00:01
Bóluefnabanki settur á laggirnar Sjö helstu iðnríki heims hafa ákveðið að koma á laggirnar bóluefnabanka, til að verjast sýkla- og efnavopnaárás hryðjuverkamanna, sem talin er geta orðið hvenær sem er. 11.12.2004 00:01
Hermaður dæmdur í fangelsi í Írak Bandarískur hermaður var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að skjóta á og myrða alvarlega særðan Íraka fyrr á þessu ári. Hermaðurinn játaði sig sekan, en sagðist hafa verið að lina þjáningar mannsins. 11.12.2004 00:01
Júsjenkó varð fyrir eitrun Viktor Júsjenkó, forsetaframbjóðandi í Úkraínu varð fyrir dioxineitrun, en ekki er enn vitað hvort eitrað hafi verið fyrir honum af ásettu ráði. Læknar sem rannsakað hafa Júsjenkó undanfarna daga segja engan vafa leika á því að Júsjenkó hafi orðið fyrir dioxineitrun og líklega hafi hann fengið það í gegnum munninn. 11.12.2004 00:01
2 háttsettir embættismenn skotnir Tveir háttsettir embættismenn innan bráðabirgðastjórnarinnar í Írak voru skotnir niður í suðvesturhluta Baghdad í morgun. Mennirnir voru á leið til vinnu þegar byssumenn létu til skarar skríða og hófu skothríð á bifreið þeirra. 11.12.2004 00:01
54 blaðamenn drepnir á árinu Árið sem nú er senn á enda er hið mannskæðasta í stétt blaðamanna um áratuga skeið. Alls hafa 54 blaðamenn verið myrtir við störf sín í ár, þar af 23 í Írak. Þá eru ótaldir þeir sem látist hafa úr slysum eða árásum þegar þeir hafa ekki verið við störf. Næstflestir hafa verið myrtir á Fillipseyjum, eða átta. 11.12.2004 00:01
Flogið til Vietnam á nýjan leik Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur hafið áætlunarflug til Vietnam og þar með komið á fyrstu almennu samgöngunum á millli landanna tveggja síðan Vietnamstríðinu lauk. Flugið tekur tuttugu klukkustundir og er flogið í 347 sæta boing 747 flugvél. 11.12.2004 00:01
Enn talað um eitrun Úr hverju dó Arafat? Þessari spurningu hefur ekki verið svarað með fullnægjandi hætti, og enn er því haldið fram að honum hafi verið byrlað eitur. 11.12.2004 00:01
Dioxín eitrun Orsök hinnar dularfullu veiki sem Júsénkó, forsætisráðherra Úkraínu hefur þjáðst af undanfarnar vikur, er díoxíneitrun. Líklegt er að honum hafi verið byrlað eitur. Íslenskur eiturefnasérfræðingur segir efnið bráðdrepandi í mjög litlum skömmtum. 11.12.2004 00:01
Tillögur Sharon samþykktar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk vilja sínum framgengt á fundi Likud-flokksins í gærkvöldi en þar voru greidd atkvæði um hugmyndir hans um þjóðstjórn með Verkamannaflokknum. Tillagan hlaut afgerandi stuðning enda hafði Sharon hótað að boða annars til kosninga, sem hefði getað leitt til þess að Likud-flokkurinn missti völdin í landinu. 10.12.2004 00:01
Hermaður féll í Írak í gær Bandarískur hermaður féll í gær í árás uppreisnarmanna í Írak, en talsmenn hersins vilja ekki greina frá kringumstæðunum. Nú liggur jafnframt fyrir að sjötíu hermenn fórust í áhlaupinu á Fallujah í síðasta mánuði, og átök standa þar enn á stöku stað. Í borginni Ramadi virðast uppreisnarmenn sækja í sig veðrið. 10.12.2004 00:01
Olíuverð lækkar líklega Olíuverð mun að líkindum hækka á heimsmarkaði eftir fund olíumálaráðherra OPEC-ríkjanna í dag, þar sem ræða á hvort að rétt sé að draga úr offramleiðslu með hliðsjón af lækkun heimsmarkaðsverðs á olíufati undanfarið. 10.12.2004 00:01
Samkynhneigðir í hjónaband Samkynhneigðir geta nú staðfest samvist sína á Nýja-Sjálandi eftir að þing landsins samþykkti lög þess efnis. Hundruð söfnuðust fyrir utan þinghúsið til að fagna niðurstöðinni, en lögin gera þó ekki ráð fyrir að samkynhneigðir geti gengi í hjónaband. Slíkt samband er á Nýja-Sjálandi aðeins á milli karls og konu. 10.12.2004 00:01
Þúsund deyja á hverjum degi Þúsund manns týna lífi á hverjum degi í Kongó. Ástæðan er borgarastyrjöld sem heldur áfram þrátt fyrir að friðarsamkomulag hafi verið undirritað fyrir einu og hálfu ári. Þrjár milljónir og 800 þúsund hið minnsta hafa látist í landinu undanfarin sex ár, sem þýðir að borgarastyrjöldin er mannskæðasta stríð frá Seinni heimsstyrjöldinni. 10.12.2004 00:01
Hermaður fundinn sekur um morð Bandarískur hermaður var í herrétti í dag fundinn sekur um morð, fyrir að hafa skotið óvopnaðan íraskan borgara í í Bagdad í ágúst.Maðurinn sagðist hafa skotið hann til að lina þjáningar hans. Refsingin hefur ekki verið ákveðin, en lögmenn mannsins hafa samið um að hún verði ekki þyngri en tíu ára fangelsi. Annars hefði verið hægt að krefjast lífstíðardóms. 10.12.2004 00:01
Berlusconi dæmdur í dag? Búist er við að dómur verði kveðinn upp í dag yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna mútumála. Berlusconi, sem er margfaldur milljarðamæringur, er sakaður um að hafa mútað nokkrum dómurum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og þannig keypt sér hagstæðan úrskurð í málum sem snertu Fininvest-veldið hans. 10.12.2004 00:01
Krabbamein í börnum eykst Krabbamein í evrópskum börnum hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og áratugum. Þetta sýnir ný rannsókn sem birtist í fagtímaritinu The Lancet. Alþjóðleg mistöð fyrir krabbameinsrannsóknir skoðaði tíðni krabbameins í börnum í 19 Evrópulöndum. Í ljós kom að tíðnin jókst um eitt prósent á ári hjá börnum og eitt og hálft prósent hjá unglingum á síðustu þremur áratugum. 10.12.2004 00:01
Wangari fær nóbelsverðlaun í dag Umhverfisverndarsinnin Wangari Maathai tekur við friðarverðlaunum Nóbels í Osló í dag. Maathai er frá Kenía og fyrsta konan frá Afríku sem hlýtur verðlaunin. Hún er forsvarsmaður hreyfingar sem kallast Græna beltið og hefur látið gróðursetja þrjátíu milljónir trjáa víðs vegar í Afríku. 10.12.2004 00:01
Brottflutningurinn tryggður? Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur boðið stærsta stjórnarandstöðuflokknum í Ísrael, Verkamannaflokknum, að mynda með sér þjóðstjórn. Takist það eru áætlanir Sharons um að brotthvarf Ísraelsmanna frá Gazasvæðinu taldar tryggðar. 10.12.2004 00:01
Prozac hættulegt börnum Lyfjaeftirlit Evrópusambandsins telur þunglyndislyfið Prozac hættulegt börnum, þvert á það sem forsvarsmenn lyfjaiðnaðarins í Bretlandi hafa haldið fram. Hátt í 200 þúsund börn og unglingar undir 18 ára aldri taka hin ýmsu þunglyndislyf að staðaldri í Bretlandi og að undanförnu hefur því verið haldið fram að Prozac sé öruggast slíkra lyfja fyrir börn. 10.12.2004 00:01
7 létust í sprengingu í Pakistan Að minnsta kosti sjö eru látnir og nokkrir slasaðir eftir sprengingu við herjeppa í suð-vesturhluta Pakistan í morgun. Fjögurra kílógramma sprengju var komið fyrir á reiðhjóli og hún sprakk við herjeppann með þeim afleiðingum að nokkrir létu lífið samstundis og nokkrir til viðbótar létust eftir að þeir höfðu verið fluttir á sjúkrahús. 10.12.2004 00:01
4 slasaðir eftir sprengingu Fjórir Ísraelsmenn slösuðust í morgun þegar palestínskir uppreisnarmenn skutu með sprengjuvörpu á fjölbýlishús á Gaza-ströndinni í morgun. Að minnsta kosti einn mannanna er í lífshættu. 10.12.2004 00:01
Kostnaðurinn óeðlilegur? Fjarskiptayfirvöld Evrópusambandsins hafa hafið rannsókn á því hvort kostnaður símtala úr farsímum á milli landa sé óeðlilega hár. Sem stendur er kerfið þannig að farsímar finna sér samband í símakerfi þess lands sem hringt er í, en eigi að síður er kostnaður símtala úr farsímum á milli landa töluvert hærri en ef hringt er innanlands. 10.12.2004 00:01
Niðurstaða rannsókna brátt ljós Forsetaframbjóðandinn úkraínski, Viktor Júsjenkó, fær væntanlega að vita það í dag hvort eitrað hafi verið fyrir honum í aðdraganda forsetakosninganna umdeildu í Úkraínu. Niðurstöður blóðrannsókna á Júsjenkó munu brátt liggja fyrir og kemur þá í ljós hvers vegna útlit stjórnarandstæðingsins hefur tekið stakkaskiptum á aðeins nokkrum vikum. 10.12.2004 00:01
Fyrrverandi SS-foringi ákærður Dómstóll í Danmörku hefur gefið út ákæru á 83 ára gömlum fyrrverandi dönskum SS-foringja, sem nú býr í Þýskalandi. Manninum, sem einnig hefur þýskt ríkisfang, er gefið að sök að hafa fyrirskipað morð á dönskum blaðamanni árið 1943. 10.12.2004 00:01
Ný stjórn í Ísrael Ný stjórn er í fæðingu í Ísrael sem er sammála um að eftirláta Palestínumönnum Gazasvæðið, og flytja þaðan á brott alla Ísraelsmenn. Vonir um frið hafa glæðst. 10.12.2004 00:01
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent