Erlent

Olíuverð lækkar líklega

Olíuverð mun að líkindum hækka á heimsmarkaði eftir fund olíumálaráðherra OPEC-ríkjanna í dag, þar sem ræða á hvort að rétt sé að draga úr offramleiðslu með hliðsjón af lækkun heimsmarkaðsverðs á olíufati undanfarið. Ráðherrar Líbýu, Venesúela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna þrýsta mjög á um að dregið verði úr framleiðslu til að koma í veg fyrir verðfall, og ráðherra Kúveits lét hafa eftir sér að líkast til yrði dregið úr framleiðslu í upphafi næsta árs. Óvíst er um afstöðu Sádi-Araba, sem eru stærsti framleiðandinn og ráða einna mestu. Olíuríkin vilja ekki að verðið á fatinu lækki mikið meira, þar sem lágt gengi dollars veldur því að þau græða minna en ella. Breytir þá engu að olíuverð er ennþá um fjörutíu prósentum hærra en í upphafi árs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×