Erlent

Tillögur Sharon samþykktar

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk vilja sínum framgengt á fundi Likud-flokksins í gærkvöldi en þar voru greidd atkvæði um hugmyndir hans um þjóðstjórn með Verkamannaflokknum. Tillagan hlaut afgerandi stuðning enda hafði Sharon hótað að boða annars til kosninga, sem hefði getað leitt til þess að Likud-flokkurinn missti völdin í landinu. Sharon bauð fyrir stundu Shimon Peres, leiðtoga Verkamannaflokksins, til viðræðna um myndun þjóðstjórnar. Skili viðræðurnar árangri yrði framgangur fyrirætlana um brotthvarf landnema gyðinga og ísraelskra hersveita frá Gasa-ströndinni tryggður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×