Erlent

Rúmenar kjósa

Rúmenar ganga að kjörborðum í dag, þar sem kosið verður í síðari hluta forsetakosninga í landinu. Valið stendur á milli þierra Adrian Nastase, sem er þrautreyndur stjórnmálamaður sem á rætur sínar að rekja í gamla kommúnistaflokkinn í Rúmeníu og Traian Basescu, sem er borgarstjóri Búkarest og sá valkostur sem flest vestræn ríki kjósa. Ljóst er að ærið verkefni bíður þess þeirra sem vinnur kosningarnar, enda róa Rúmenar nú að því öllum árum að komast inn í Evrópusambandið árið 2007, en til þess að svo megi verða, þurfa miklar umbætur að eiga sér stað á næstu tveim árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×