Erlent

Hermaður féll í Írak í gær

Bandarískur hermaður féll í gær í árás uppreisnarmanna í Írak, en talsmenn hersins vilja ekki greina frá kringumstæðunum. Nú liggur jafnframt fyrir að sjötíu hermenn fórust í áhlaupinu á Fallujah í síðasta mánuði, og átök standa þar enn á stöku stað. Í borginni Ramadi virðast uppreisnarmenn sækja í sig veðrið. Yfir þúsund bandarískir hermenn hafa fallið í átökum frá upphafi stríðsins í Írak og yfir níu þúsund hafa særst, flestir þeirra alvarlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×