Erlent

Þúsund deyja á hverjum degi

Þúsund manns týna lífi á hverjum degi í Kongó. Ástæðan er borgarastyrjöld sem heldur áfram þrátt fyrir að friðarsamkomulag hafi verið undirritað fyrir einu og hálfu ári. Þrjár milljónir og 800 þúsund hið minnsta hafa látist í landinu undanfarin sex ár, sem þýðir að borgarastyrjöldin er mannskæðasta stríð frá Seinni heimsstyrjöldinni. Ekki hafa þó allir fallið í átökum, heldur úr auðlæknanlegum sjúkdómum. Heilbrigðiskerfi landsins er hins vegar í rúst eftir átök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×