Erlent

Krabbamein í börnum eykst

MYND/AP
Krabbamein í evrópskum börnum hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og áratugum. Þetta sýnir ný rannsókn sem birtist í fagtímaritinu The Lancet. Alþjóðleg mistöð fyrir krabbameinsrannsóknir skoðaði tíðni krabbameins í börnum í 19 Evrópulöndum. Í ljós kom að tíðnin jókst um eitt prósent á ári hjá börnum og eitt og hálft prósent hjá unglingum á síðustu þremur áratugum. Nú er svo komið að 150 af hverjum milljón börnum fá krabbamein að meðaltali. Aukningin er í öllum tegundum krabbameins. Hluti af skýringunni er betri greining, en það skýrir þó ekki nándar nærri alla þessa aukningu, sem talin er mikil. Vísindamenn segja að ekki sé hægt að festa hönd á neinni einni orsök þessa, ástæðan sé líklega flókið samspil margra þátta, bæði erfða og umhverfis. Menn nefna sýkingar, fæðingarþyngd og félagslega stöðu fólks sem nokkra af þessum þáttum. Lífslíkur hafa hinsvegar aukist, og nú er svo komið að þrír fjórðu þeirra barna sem greinast lifa í a.m.k. fimm ár. Þetta gildir hinsvegar bara um börn í vestur Evrópu - í fátækari löndum austur Evrópu eru lífslíkur minni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×