Erlent

Berlusconi dæmdur í dag?

MYND/AP
Búist er við að dómur verði kveðinn upp í dag yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna mútumála. Berlusconi, sem er margfaldur milljarðamæringur, er sakaður um að hafa mútað nokkrum dómurum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og þannig keypt sér hagstæðan úrskurð í málum sem snertu Fininvest-veldið hans. Saksóknarar krefjast átta ára fangelsisdóms og að Berlusconi verði bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis það sem eftir er ævinnar. Berlusconi þvertekur fyrir að nokkuð sé til í ásökununum og segir málið pólitískar nornaveiðar. Samkvæmt ítölskum lögum á Berlusconi rétt á að áfrýja málinu tvisvar. Miðað við seinaganginn í ítalska réttarkerfinu gæti slíkt málþóf tekið mörg ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×