Erlent

Enn talað um eitrun

Úr hverju dó Arafat? Þessari spurningu hefur ekki verið svarað með fullnægjandi hætti, og enn er því haldið fram að honum hafi verið byrlað eitur. Skortur á afgerandi sjúkdómsgreiningu hefur ýtt undir miklar sögusagnir í Arabaheiminum um að Arafat hafi verið byrlað eitur. Vitað er að hann þjáðist af nýrnabilun og lifrarbilun, en þegar ungur frændi Arafats, Al-Kidwa, fékk afhenta tæplega 560 síðna langa sjúkraskrá hans, gagnrýndi hann að dánarorsökin kæmi hvergi fram. Al-Kidwa, sem er fulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum, segist enn gruna að eitrað hafi verið fyrir Arafat. Frönsk yfirvöld segja engar vísbendingar um slíkt, en Al-Kidwa segir á móti að það hafi heldur ekki verið útilokað. Á meðan ekki verði fengið algerlega á hreint hver dánarorsökin hafi verið, sé alltaf sá möguleiki fyrir hendi að dánarorsökin hafi ekki verið eðlileg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×