Erlent

Niðurstaða rannsókna brátt ljós

Forsetaframbjóðandinn úkraínski, Viktor Júsjenkó, fær væntanlega að vita það í dag hvort eitrað hafi verið fyrir honum í aðdraganda forsetakosninganna umdeildu í Úkraínu. Niðurstöður blóðrannsókna á Júsjenkó munu brátt liggja fyrir og kemur þá í ljós hvers vegna útlit stjórnarandstæðingsins hefur tekið stakkaskiptum á aðeins nokkrum vikum. Júsjenkó, sem áður þótti með allra myndarlegustu mönnum, er nú í meira lagi bólginn í andliti, húð hans þakin örum, auk þess sem hluti andlitsins er lamaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×