Fleiri fréttir
Vændishringir upprættir
Lögreglan í Grikklandi hefur handtekið sex manneskjur úr tveimur vændishringjum fyrir mansal. Fólkið er sakað um að hafa smyglað stúlkum frá Litháen og Rússlandi til landsins og neytt þær til að stunda vændi.
Brasilískur sigurvegari
Pricilla de Almeda, læknanemi frá Brasilíu, var kjörin ungfrú jörð í fegurðarsamkeppni sem haldin var á Filippseyjum um helgina.

Bush og Kerry breyta engu
Bandarískir hagfræðingar í einkageiranum telja að engu máli skipti fyrir bandarískan efnahag hvort George W. Bush eða John Kerry verði kjörinn forseti í landinu.

Heilsugæsla sprengd upp
Öflug sprengjuárás var gerð á heilsugæslustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks. Að sögn talsmanns Bandaríkjahers særðist enginn í árásinni

Fyrsti djöfladýrkandinn
24 ára gamall djöfladýrkandi hefur verið skráður í breska sjóherinn. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur dýrkandi fær þar inngöngu

Útlit ekki aðalmálið hjá leiðtogum
Það er útbreiddur misskilningur að útlit og útgeislun stjórnmálaleiðtoga skipti öllu máli þegar kemur að kjörfylgi. Rannsóknir sýna að það eru málefnin og stjórnmálaflokkurinn sem ræður því hvað fólk kýs.

Lögreglumaður skotinn til bana
Einn lögreglumaður var skotinn til bana af skæruliðum á Haítí, sem eru hliðhollir forsetanum fyrrverandi Jean-Bertrand Aristide.

13 hið minnnsta látnir
Níu fórust þegar öflug bílsprengja sprakk í morgun við bandarísk-írakska herstöð í vesturhluta Íraks. Ekki færri en fimmtíu særðust í sprengingunni og segja talsmenn sjúkrahússins á staðnum ástæðu til að ætla að tala fallinna muni hækka. Auk þess féllu fjórir í sjálfsmorðsárás á eftirlitsstöð norður af Bagdad fyrir stundu.

Kosningar í Kósóvó í dag
Kosningar verða í dag haldnar í Kósóvó í annað skipti frá því að Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu héraðið sem sérstakt verndarsvæði. 1,4 milljónir kjósenda eiga rétt á að greiða atkvæði í kosningunum og er meirihluti þeirra af albönsku bergi brotinn.
Öflugir jarðskjálftar í Japan
Einn fórst í öflugum jarðskálftum sem skóku Japan í morgun. Fyrsti skjálftinn reið yfir Tókýó í morgun og reyndist hann 6,8 að styrkleika. Hann átti upptök sín um 250 kílómetra norður af Tókýó. Engar skemmdir munu hafa orðið í fyrsta skjálftanum, enda eru byggingar í Japan reistar með hliðsjón af því að jarðskjálftar eru mjög tíðir.

Bush með 2% forskot
George Bush er með tveggja prósentustiga forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Reuters og Zogby sem birt var á tólfta tímanum. Þetta er annar dagurinn í röð sem Bush mælist með forskot hjá Reuters og Zogby en hann nýtur fylgis 47 prósenta aðspurðra og Kerry 45 prósenta.
Wilde tekinn af lífi
Spánnýr söngleikur um skáldið Oscar Wilde var frumsýndur í Lundúnum í gærkvöld. Fimm hundruð frumsýningargestir fylgdust með frumflutningi verksins sem fékk svo skelfilega dóma hjá gagnrýnendum í morgun að annað eins hefur ekki sést.

Serbar sniðganga kosningarnar
Mikil spenna einkennir kosningar sem fram fara í Kósóvó í dag. Serbar sniðganga kosningarnar sem líklegt er að muni leiða til aðskilnaðar Kósóvó frá Serbíu.

Álögur á bjór verði lækkaðar
Dönsk skattayfirvöld segja meira hagræði í að lækka skatta á áfengi enn frekar í stað þess að lækka áfengisgjald á bjór. Bjórframleiðendur telja það ekki sanngjarnt að sitja ekki við sama borð og vínframleiðendur.

Fjórir látnir og 400 slasaðir
Fjórir hið minnsta létust og 400 slösuðust í jarðskjálftunum sem riðu yfir Japan í dag. Auk þess er talið að a.m.k. fimm manneskjur séu grafnar undir rústum.
Framsal glæpahöfundar til Ítalíu
Jean Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, skrifaði í dag undir framsal Cesares Battistis til Ítalíu. Battisti, sem á árum áður var herskár vinstri skæruliði en hefur síðan getið sér orð sem glæpasagnahöfundur, hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsis fyrir morð sem framin voru á áttunda áratug síðustu aldar.
Írakskur maður hálshöggvinn
Talsmenn hers Ansars al-Sunna, herskárra samtaka, lýstu því yfir í dag að írakskur samverkamaður Bandaríkjahers hefði verið hálshöggvinn í dag og settu myndir á Netið því til staðfestingar. Manninum var rænt í borginni Mósúl í norðurhluta Íraks.

ETA talin ábyrg fyrir sprengingu
Sprenging varð á skrifstofum fasteignafélags í miðborg Bilbaó á Spáni í dag. Enginn særðist í sprengingunni, sem ekki var mjög öflug, en minnir á aðra sem varð í síðustu viku. ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, eru talin hafa staðið á bak við hana.

Samningaferlið í uppnámi
Norður-Kóreumenn hóta að rifta með öllu samningaferli um kjarnorkuáætlun landsins ef Bandaríkjamenn ganga ekki að skilmálum þeirra. Sex lönd sitja saman við samningaborð, þar á meðal Suður-Kórea, Japan og Kína.

Hassan verði látin laus
Stjórnvöld í Bretlandi og Írlandi hafa krafist þess að íraskir mannræningjar láti Margaret Hassan lausa.

Kínverskt nautaat
Ekkert naut drapst þegar fyrsta kínverska nautaatið að spænskum sið var haldið í Shanghai. Nokkur hundruð spenntir Kínverjar mættu á sýninguna, sem var haldin á fótboltavelli í úthverfi borgarinnar.

Lítil kjörsókn Kósovó-Serba
Kjörsókn Kósovó-Serba virðist hafa verið sérlega lítil í almennum kosningum í Kósovó. Flestir leiðtogar serbneska minnihlutans á svæðinu skoruðu á sitt fólk að sniðganga kosningarnar og krefjast meira öryggis á svæðinu.

Jarðskjálfti skekur Japan
Náttúruhamfarir láta Japani ekki í friði um þessar mundir. Öflug skjálftahrina skók norðvesturhluta Japans, aðeins nokkrum dögum eftir að stór fellibylur varð 80 manns að bana.

Aðkilnaður frá Serbíu líklegur
Lýðræðislegar kosningar fóru í dag fram í Kósóvó. Allar líkur eru á að þær leiði að lokum til aðskilnaðar frá Serbíu.

Love Parade í Tel Aviv
Dúndrandi tekknótónlist og taumlaus ást svifu yfir vötnum í Tel Aviv í Ísrael í gær þegar hin árlega ástarganga, eða Love Parade, fór fram. Þúsundir fáklæddra kroppa dilluðu sér glaðlega á götum borgarinnar.

Biskup blessar peningaprestinn
Fyrirspurn frá séra Guðjóni Skarphéðinssoni á Snæfellsnesi um málefni peningaprestsins á Valþjófsstað kom róti á Kirkjuþing. Hendur biskups eru bundnar af lögum sem eru ekki í samræmi við breytta tíma. Séra Lára G. Oddsdóttir á Valþjófsstað heldur því tæpum níu milljónum sem hún fékk frá Landsvirkjun í krafti embættis síns. Nánar í DV í dag.

Vitað hverjir rændu málverkunum
Lögreglan í Ósló veit hverjir rændu Ópinu og Madonnu, þekktustu málverkum Edvards Munch af safni hans í lok ágústmánaðar. Heimildarmenn <em>Aftenposten</em> í röðum lögreglunnar segja nú beðið eftir hentugu tækifæri til að grípa þjófana.

Sprengjusérfræðingur Hamas drepinn
Ísraelskar hersveitir grönduðu einum helsta sprengjusérfræðingi Hamas-samtakanna, Adnan al-Ghoul, í gærkvöldi. Al-Ghoul er næst æðsti maður hernaðarvængs samtakanna og hefur verið á lista Ísraelsmanna yfir skotmörk frá því árið 1987.

Clinton næsti framkvæmdastjóri Sþ?
Verður Bill Clinton framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar Kofi Annan lætur af embættinu árið 2006? Clinton er sagður áhugasamur en George Bush gæti reynst honum þrándur í götu.
Noregskonungur neitar sögusögnum
Í hinum árlega hallarkvöldverði sem Haraldur Noregskonungur býður þingmönnum og eiginkonum þeirra til ræddi kóngurinn nýútkomna bók þar sem uppruni Ólafs heitins Noregskonungs, föður Haraldar, er dreginn í efa. Konungurinn sagði að hann og fjölskylda hans hefðu tekið mjög nærri sér umræðuna um faðerni Ólafs konungs.

Gigtsjúkir ísbirnir aflífaðir
Elsta ísbjarnapar Evrópu hefur verið aflífað í dýragarðinum í Kaupmannahöfn en bæði dýrin voru sárþjáð af gigt. Birnirnir voru þrjátíu og fjögurra og þrjátíu og fimm ára gamlir en algengt er að ísbirnir nái 20-25 ára aldri.

Enginn mælanlegur munur
Enginn mælanlegur munur er á fylgi George Bush og Johns Kerrys samkvæmt nýjustu könnunum. Frambjóðendurnir endasendast nú landshluta á milli í von um að heilla óákveðna kjósendur.

Legoland-garðarnir seldir?
Einn af aðaleigendum Lego er hættur sem framkvæmdastjóri leikfangafyrirtækisins eftir að áætlanir um að rétta af rekstur þess mistókust. Meira tapi er spáð í árslok en raunin varð í fyrra og kemur til greina að selja Legoland-skemmtigarðana.

Rússar samþykkja Kyoto-bókunina
Neðri deild rússneska þingsins samþykkti í dag Kyoto-bókunina um takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda. Bókunin á enn eftir að fara gegnum efri deild þingsins en það leiðir til þess að hún tekur gildi um allan heim þar sem 55% þeirra þjóða sem menga mest hafa þá samþykkt hana.

Verkfall í Bretlandi fyrirhugað
Samtök verslunar og þjónustu í Bretlandi, stærsta verkalýðsfélags landsins, hefur samþykkt að fara í verkfall þann 5. nóvember næstkomandi til að mótmæla fjöldauppsögnum í stéttinni. Fyrirhugað er að segja um 100 þúsund starfsmönnum samtakanna upp á næstunni.
Eggjandi apótek
Breski lyfjaverslanarisinn Boots hefur ákveðið að bregðast við minnkandi hagnaði með því að selja kynlífsleikföng í verslunum sínum sem eru yfir 1.400 talsins.
Formið mikilvægt fyrir sæðisstuðul
Karlmenn sem eru of feitir eða of grannir eiga erfiðara með að geta börn en karlmenn í góðu formi. Þetta er niðurstaða danskrar rannsóknar sem tók til 1.558 ungra karlmanna í Álaborg í Danmörku og Amsterdam í Hollandi.

Ungt fólk getur tryggt Kerry sigur
John Kerry hefur mikið forskot á George W. Bush meðal yngstu kjósendanna. Vegna þess hversu jöfn baráttan er getur það ráðið úrslitum ef ungt fólk greiðir atkvæði í meiri mæli en undanfarin ár líkt og búist er við.
Setja fé í friðargæslu
Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja friðargæslustarf Afríkuríkja í Darfur með fjárframlagi að andvirði rúmra átta milljarða króna. Framlagið nemur um helmingi þeirrar upphæðar sem talið er að það kosti að fjölga friðargæsluliðum í Darfur í Súdan úr 390 í rúmlega þrjú þúsund.
Taka minna tóbak með frá útlöndum
Danir flytja mun minna tóbak og áfengi með sér þegar þeir koma heim frá útlöndum en þeir gerðu áður. Breytingin fylgir í kjölfar þess að dönsk stjórnvöld lækkuðu skatta á áfengi og tóbak til að sporna við ferðum Dana til Þýskalands til að birgja sig upp af þessum vörum.

Ég vil ekki deyja eins og Bigley
"Hjálpið mér, hjálpið mér. Þetta gætu verið síðustu klukkustundir mínar. Vinsamlegast hjálpið mér," sagði Margaret Hassan grátandi á myndbandi sem komið var til al-Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar. Hassan er stjórnandi CARE hjálparsamtakanna og var hneppt í gíslingu á dögunum.

Bauð Brown stól forsætisráðherra
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, bauð Gordon Brown fjármálaráðherra forsætisráðherrastólinn ef hann tryggði að Bretar tækju upp evruna. Þessu heldur Clare Short, fyrrum ráðherra í stjórn Blair, fram í nýjum endurminningum sínum, An Honorable Deception sem þýða mætti sem Heiðvirða blekkingu á íslensku.

Þúsundir vilja út í geim
Sjö þúsund manns hafa lýst sig reiðubúna til að greiða andvirði fimmtán milljónir króna fyrir að fljúga út í geiminn með Virgin að sögn aðaleigandans, Richards Branson. "Við erum afar ánægð því þetta þýðir að sú áhætta sem við tókum virðist ætla að borga sig," sagði hann.

Þvers og kruss í félagsmálum
Þrátt fyrir að George W. Bush Bandaríkjaforseti og demókratinn John Kerry hafi deilt hvað harðast um stríðið í Írak og atvinnumál kemur munurinn á þeim einna best í ljós þegar litið er til afstöðu þeirra til ýmissa félags- og réttlætismála.

Grátbiður um hjálp
Margaret Hassan, sem situr í haldi mannræningja í Írak, grátbiður bresk stjórnvöld að kalla hersveitir sínar heim frá Írak á myndbandsupptöku sem arabísk sjónvarpsstöð sýndi í dag.