Fleiri fréttir Olían hækkar aftur Enn á ný hækkaði olíuverð í nótt. Frá því á mánudagsmorgun hefur verðið lækkað um ríflega tvo dollara en en nú á ný komið í hæstu hæðir. Í morgun var það rétt undir 55 dollurum á fatið. Ástæðan er sú, að bandarísk yfirvöld segja olíu til kyndingar í lágmarki vestan hafs. 21.10.2004 00:01 56 létust í gassprengingu Gassprenging í kolanámu í mið-Kína kostaði 56 manns lífið. 148 er saknað og er talið afar ólíklegt að nokkur þeirra finnist á lífi. Í öðru sambærilegu atvikið í suðvesturhluta Kína fórust sex í gasleka. Slys af þessu tagi eru mjög algeng í kínverskum námum þar sem öryggi er mjög ábótavant. 21.10.2004 00:01 Breskir sérsveitarmenn til Íraks? Breska ríkisstjórnin mun í dag að öllum líkindum ákveða að senda 650 sérsveitarmenn til Bagdad, en Bandaríkjamenn hafa beðið um liðsauka þar. Fram til þessa hafa breskar sveitir einungis verið að störfum í suðurhluta Íraks, í kringum Basra. Talið er víst að þingmenn Verkamannaflokksins verði æfir, enda vitað að stór hluti þeirra er með öllu andsnúinn frekari afskiptum af gangi mála í Írak. 21.10.2004 00:01 Fjórir féllu í árás byssumanna Fjórir féllu í árás byssumanna á rútu sem flutti starfsmenn til alþjóðaflugvallarins í Bagdad í morgun. Fjöldi særðist, en 25 farþegar voru í rútunni þegar árásin var gerð. Sjónarvottar segja að rútan hafi verið eins og gatasigti eftir kúlnahríðina. 21.10.2004 00:01 Brákaður en ekki bugaður Fidel Kastró, forseti Kúbu féll niður stiga þegar hann var á leið niður af sviði eftir klukkustundarlanga ræðu og brákaði sig bæði á hné og á hendi. Margir í salnum brustu í grát en Castro, sem orðinn er 78 ára bað strax um að fá hljóðnemann og sagði áheyrendum að allt væri í lagi með sig. "Ég get talað, jafnvel þó ég sé í gifsi," sagði Kastró. 21.10.2004 00:01 Harry barði ljósmyndara Harry Bretaprins lenti í útistöðum við ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í Lundúnum í nótt. Í yfirlýsingu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að Harry hafi verið laminn í andlitið með myndavél og hafi þá ýtt henni frá sér í sjálfsvörn með þeim afleiðingum að myndavélin lenti á vörinni á ljósmyndaranum svo hún sprakk. 21.10.2004 00:01 Ekki sátt um aukinn herafla Það er talið fullvíst að breska ríkisstjórnin ákveði í dag að senda breska hermenn til að að aðstoða Bandaríkjaher við að koma böndum á uppreisnarhópa í Bagdad og nágrenni. Málið er líklegt til að valda uppþoti innan Verkamannaflokksins. 21.10.2004 00:01 Veldur keisaraskurður ofnæmi? Börn sem tekin eru með keisaraskurði gætu verið líklegri til að þróa með sér matarofnæmi en önnur börn. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við Háskólann í Munchen, þar sem 865 ungabörn voru rannsökuð. 21.10.2004 00:01 Fá ekki Evruna í bráð Ríkin 10 sem gengu í Evrópusambandið síðastliðið vor fá ekki að taka upp Evruna næsta áratuginn, verði efnahagsmál landann enn í sama ólestri og nú er. Þetta er mat yfirmanna seðlabanka Evrópu. 21.10.2004 00:01 Gleypti Evrur Lögreglan í Kólombíu hefur handtekið mann sem hafði gleypt hylki með 157 þúsund Evrum. Lögregla grunaði manninn um að hafa átt í viðskiptum með kókaín, en þegar hún hafði hendur í hári mannsins hafði hann hvorki efni né peninga meðferðis. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn hafði gleypt hagnaðinn af viðskiptum sínum. 21.10.2004 00:01 Dagbók úr útrýmingarbúðum fannst Dagbók 18 ára gamallar stúlku sem dvaldi í útrýmingarbúðum nasista hefur fundist í Hollandi. Í bókinni lýsir stúlkan þriggja mánaða tímabili sínu í útrýmingarbúðunum og þar kemur meðal annars fram sú mikla angist sem ríkti í búðunum, ekki síst meðal ungra barna, sem send voru út í opinn dauðann líkt og hverjir aðrir. 21.10.2004 00:01 Frederick í 8 ára fangelsi Ivan Frederick liðþjálfi í Bandaríkjaher var í dag dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að misþyrma föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad. Þá var hann lækkaður í tign og gerður að óbreyttum hermanni, dæmdur til launamissis og leystur undan herskyldu með skömm. 21.10.2004 00:01 Heiladauður? Joe Biden, þingmaður Demókrata sagði á kosningafundi í fyrradag að George Bush væri „heiladauður". Ummæli Biden, sem uppskáru mikið lófatak meðal viðstaddra, hafa vakið mikla athygli, enda ekki á hverjum degi sem þingmenn láta svo stór orð falla. 21.10.2004 00:01 Arafat biður griða Jasser Arafat forseti Palestínu ætlar að biðja bresk-írakska gíslinum Margaret Hassan griða. Hassan sem starfar við neyðarstoð var rænt á þriðjudag. Utanríkisráðherra Palestínu greindi frá þessu í Dublin í dag, þar sem hann er í heimsókn. Arafat reyndi einnig að biðja Ken Bigley griða, en hann var myrtur af mannræningjum. 21.10.2004 00:01 Minnst 66 létust 66 hið minnsta, týndu lífi í mannskæðasta fellibyl sem gengið hefur yfir Japan í meira en tvo áratugi. Aurskriður og flóðbylgjur færðu allt á kaf og nokkurra er enn saknað. Fellibylurinn missti fljótlega afl þegar yfir land kom og var ekki ýkja öflugur þegar hann gekk yfir Tókýóborg. Alls hafa tíu fellibyljir skollið á Japan það sem af er árinu, sem er met. 21.10.2004 00:01 Átta ára fangelsi Bandarískur hermaður var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að misþyrma írökskum föngum í Abu Graib fangelsinu í Bagdad, bæði kynferðislega og andlega. Þetta er þriðji dómurinn sem fellur vegna illrar meðferðar á föngunum í Abu Graib og sá langþyngsti hingað til. 21.10.2004 00:01 Bush í vondum málum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu eftir ellefu daga og kjósa sér forseta. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að George W. Bush hefur nokkurra prósenta forskot á andstæðing sinn, John Kerry. Þar með er þó ekki sjálfgefið að Bush muni bera sigur úr býtum. 21.10.2004 00:01 Kaupir sér gullfiska næst Maður sem keypti sér kanínur vegna þess að hann var einmanna og vildi smá félagsskap endað með meiri félagsskap en hann kærði sig um. 21.10.2004 00:01 Tugir létust í gassprengingu Í það minnsta sextíu og allt upp í 150 námumenn létu lífið þegar mikil sprenging varð í kolanámu í Daping námunni í Henan-héraði í Kína. Nær 450 manns voru að störfum í námunni þegar sprengingin varð og sluppu um 300 manns lifandi. Nær níutíu manna er saknað og ekki vitað um afdrif þeirra. 21.10.2004 00:01 Versta áfall Japana í nær áratug Mannskæðasta óveður sem gengið hefur yfir Japan í nær tvo áratugi kostaði í það minnsta 55 manns lífið þegar fellibylurinn Tokage gekk yfir landið í fyrradag og fyrrinótt. Rúmlega tuttugu manns til viðbótar er saknað og því getur tala látinna enn hækkað. 21.10.2004 00:01 Kerry með nær helmings fylgi John Kerry fengi nær helming atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ipsos fyrir AP. Samkvæmt henni nýtur Kerry stuðnings 49 prósenta líklegra kjósenda en 46 prósent vilja George W. Bush. Munurinn er þó innan skekkjumarka. 21.10.2004 00:01 Danski þingmaðurinn gerður útlægur Danski þingmaðurinn, Flemming Oppfeldt, sem grunaður er um kynferðislega misnotkun á 13 ára dreng, hefur verið tekinn af lista frambjóðanda Venstre flokksins til þings. 21.10.2004 00:01 Reknar vegna slæðubannsins Sjö stúlkur hafa verið reknar úr frönskum skólum vegna þess að þær neita að hlýða lögum sem banna þeim að bera íslamskar slæður í skólum. 21.10.2004 00:01 Verktaki dæmdur fyrir fúsk Tyrkneskur byggingaverktaki hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi. Hann var fundinn sekur um glæpsamlegt kæruleysi við byggingu húsa sem hrundu í jarðskjálfta fyrir fimm árum með þeim afleiðingum að nær 200 manns létust. Alls létust 17 þúsund manns í jarðskjálftanum. 21.10.2004 00:01 Leystur úr fangelsi fyrir mistök Foringja hryðjuverkamannanna sem myrtu nær 200 manns í hryðjuverkaárásunum í Madríd í vor var sleppt úr fangelsi fyrir mistök fyrir tveimur árum síðan. Allekema Lamari, einn sjö manna sem sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan umkringdi þá 3. apríl, er talinn hafa verið foringi mannanna sem gerðu sprengjuárásirnar á lestarstöðvum í Madríd. 21.10.2004 00:01 Átta ára dómur fyrir misþyrmingar Bandaríski hermaðurinn Ivan Fredericks var í gær dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að misþyrma föngum í fangelsinu Abu Ghraib í Írak. Fredericks, háttsettasti hermaðurinn til að verða ákærður fyrir fangamisþyrmingar, játaði sök í fyrradag. 21.10.2004 00:01 Fyrsti innflytjandi í ráðherrastól Ibrahim Baylan varð í gær fyrsti innflytjandinn í sögu Svíþjóðar til að taka við embætti ráðherra í stjórn landsins. Göran Persson forsætisráðherra skipaði Baylan í embætti menntamálaráðherra í uppstokkun sinni á ráðherrum sænsku stjórnarinnar. 21.10.2004 00:01 Breskir hermenn á átaksvæði Breska ríkisstjórnin ákvað að senda 850 breska hermenn inn á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers í Írak svo Bandaríkjamenn geti sótt fram gegn íröskum vígamönnum af meiri krafti. Bretarnir taka sér stöðu vestur af Bagdad á svæði þar sem súnnímúslimar hafa gert daglegar árásir á bandaríska hermenn og íraska lögreglumenn. 21.10.2004 00:01 Klagið reykingafólkið Írar eiga að hafa samband við yfirvöld ef þeir verða vitni að því að fólk brýtur lög sem banna reykingar á krám og veitingastöðum. Þetta er upplagið í fimm vikna auglýsingaherferð sem írska tóbaksvarnaeftirlitið hratt í framkvæmd í gær. 21.10.2004 00:01 Strippað í fangelsi Fangavörðum í Hof fangelsinu í suðurhluta Noregs brá í brún þegar þeir litu inn í samkomusal fanganna og sáu nektardansmey stíga dans fyrir fangana. Atvikið átti sér stað á menningarkvöldi sem fangelsisyfirvöld höfðu samþykkt að fangarnir fengju að halda en voru með öllu grunlaus um að þeir réðu sér nektardansmey til að skemmta föngunum. 21.10.2004 00:01 Herþotur sendar til verndar Katsav Tvær austurrískar herþotur voru sendar á loft til að verja þyrlu Ísraelsforseta eftir að flugumsjónarmenn tilkynntu að lítilli flugvél væri flogið í átt að þyrlunni. Af ótta við að einhver kynni að ætla að ráðast á Moshe Katsav, forseta Ísraels, ákváðu yfirvöld að taka enga áhættu. Hættan reyndist þó lítil þar sem um var að ræða einkaflugmann í útsýnisflugi. 21.10.2004 00:01 Standa saman að hjálparstarfi ABC hjálparstarf hefur samið við Þróunarsamvinnustofnun Íslands um samstarf í hjálparstarfi við fátæk og munaðarlaus börn í fjórum löndum þar sem Þróunarsamvinnustofnunin starfar nú þegar. Löndin eru Malaví, Mósambík, Namibía og Úganda. 21.10.2004 00:01 Zarqawi á lista Sameinuðu Þjóðanna Hryðjuverkahópar sem lúta stjórn Abus Musabs al-Zarqawis í Írak eru nú komnir á alþjóðlegan lista Sameinuðu þjóðanna yfir hryðjuverkasamtök. Það þýðir að aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna ber að gera allt sem í þeirra valdi er til að koma í vef fyrir ferða félaga í samtökunum, leggja hald á vopn þeirra og frysta fjármuni sem rekja má til þeirra. 20.10.2004 00:01 Hætta á hryllilegri hungursneyð Hætta er á hungursneyð í Darfur í Súdan, sem gæti orðið mun verri en nokkur hungursneyð sem sést hefur á undanförnum áratugum. Þetta er mat sérfræðinga alþjóða Rauða krossins. Talsmenn barnaverndarsjóðs Sameinuðu þjóðanna greindu jafnframt frá því að öryggi í Darfur væri ennþá mjög ábótavant. 20.10.2004 00:01 Hollingshorst fékk Booker verðlaun Booker-verðlaunin, einhver þekktustu bókmenntaverðlaun Bretlands, hlýtur í ár rithöfundurinn Alan Hollingshorst fyrir bókina The Line of Beauty. Hún fjallar um samkynhneigðan lífsnautnasegg á stjórnarárum Margret Thatcher í Bretlandi. Í einu atriða bókarinnar dansar söguhetjan meira að segja við Thatcher uppfullur af eiturlyfjum og gjörsamlega út úr heiminum. 20.10.2004 00:01 Börðu dóttur sína og systur Írakskir feðgar voru handsamaðir í Ósló í gær þar sem þeir höfðu beitt tólf ára gamla stúlku ofbeldi. Feðgarnir, sem eru 36 og 20 ára gamlir og eru faðir og bróðir stúlkunnar, sættu sig ekki við að hún ætti orð við norska jafnaldra sína af gagnstæðu kyni. Þeir hugðust taka hana með sér til Íraks þar sem þeir höfðu fundið mannsefni fyrir hana. 20.10.2004 00:01 Geðsjúks morðingja leitað Geðsjúks morðingja er leitað í Linköping í Svíþjóð. Maðurinn, sem er um tvítugt, réðist á konu á sextugsaldri í gærmorgun og stakk hana til bana, eftir því sem talið er að ástæðulausu. Átta ára gamall drengur var skammt hjá og kallaði hann þegar í stað á hjálp. Morðinginn vatt sér því næst að drengnum og drap hann. 20.10.2004 00:01 Viðurkennir samband en neitar öðru Danski þingmaðurinn, sem var handtekinn í gær, viðurkennir ad hafa haft samband vid þrettán ára dreng á Internetinu, en neitar að hafa stundað kynlíf med honum. Danska lögreglan, sem nú yfirheyrir þingmanninn, telur ad hann hafi áður reynt ad setja sig í samband vid fleiri unga drengi og boðið þeim greiðslu fyrir kynlíf. 20.10.2004 00:01 2 í gæsluvarðhald vegna morðs Tveir menn á fertugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Danmörku til 11. nóvember, vegna morðs á leigubílstjóra á sunnudagskvöld. Við yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur í gær kom fram að þeir verða í einangrun til annars nóvember. 20.10.2004 00:01 Breytti nafninu í „hvalborgari" Ungur norskur slátrari hefur fengið samþykkta breytingu á skírnarnafni sínu. Espen Scheide er slátrari í Þrándheimi, og nýlega rakst hann á síðu á netinu, þar sem hægt er að sækja um nafnbreytingu. Espen leist vel á það og heitir nú ekki lengur Espen, heldur Keikoburger. 20.10.2004 00:01 Sambúð getur af sér drengi Pör sem búa undir sama þaki á þeim tíma þegar barn er getið eru líklegri til að eignast stráka en pör sem ekki búa saman. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri könnun sem virðist ótvírætt sýna að umhverfisaðstæður við getnað geti að einhverju leyti ákvarðað kyn barnsins. 20.10.2004 00:01 Stöðva starfsemi vegna mannráns Alþjóðlegu hjálparsamtökin Care International hafa ákveðið að stöðva alla starfsemi sína í Írak í kjölfar þess að öfgahópar rændu í gær Margaret Hassan, yfirmanni samtakanna í Írak. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi myndband af Hassan þar sem hún er með hendur bundnar aftur fyrir bak. 20.10.2004 00:01 Lítil spilling á Íslandi Ísland lendir enn og aftur á lista með þeim löndum heims sem þykja til fyrirmyndar hvað varðar heiðarleika og gagnsæi í stjórnkerfinu. Ísland og Danmörk deila þriðja til fjórða sætinu sem minnst spilltu lönd heims. 20.10.2004 00:01 Ríkisstjórn segir af sér Ríkisstjórn hins tyrkneska hluta Kýpur sagði af sér í gær eftir margra mánaða ólgu og í kjölfar þess að ekki náðist að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu hinna tyrknesku og grísku hluta eyjarinnar. 20.10.2004 00:01 Barroso heimsækir ESB þjóðir Næsti formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, hitti forsætisráðherra Póllands í gær. 20.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Olían hækkar aftur Enn á ný hækkaði olíuverð í nótt. Frá því á mánudagsmorgun hefur verðið lækkað um ríflega tvo dollara en en nú á ný komið í hæstu hæðir. Í morgun var það rétt undir 55 dollurum á fatið. Ástæðan er sú, að bandarísk yfirvöld segja olíu til kyndingar í lágmarki vestan hafs. 21.10.2004 00:01
56 létust í gassprengingu Gassprenging í kolanámu í mið-Kína kostaði 56 manns lífið. 148 er saknað og er talið afar ólíklegt að nokkur þeirra finnist á lífi. Í öðru sambærilegu atvikið í suðvesturhluta Kína fórust sex í gasleka. Slys af þessu tagi eru mjög algeng í kínverskum námum þar sem öryggi er mjög ábótavant. 21.10.2004 00:01
Breskir sérsveitarmenn til Íraks? Breska ríkisstjórnin mun í dag að öllum líkindum ákveða að senda 650 sérsveitarmenn til Bagdad, en Bandaríkjamenn hafa beðið um liðsauka þar. Fram til þessa hafa breskar sveitir einungis verið að störfum í suðurhluta Íraks, í kringum Basra. Talið er víst að þingmenn Verkamannaflokksins verði æfir, enda vitað að stór hluti þeirra er með öllu andsnúinn frekari afskiptum af gangi mála í Írak. 21.10.2004 00:01
Fjórir féllu í árás byssumanna Fjórir féllu í árás byssumanna á rútu sem flutti starfsmenn til alþjóðaflugvallarins í Bagdad í morgun. Fjöldi særðist, en 25 farþegar voru í rútunni þegar árásin var gerð. Sjónarvottar segja að rútan hafi verið eins og gatasigti eftir kúlnahríðina. 21.10.2004 00:01
Brákaður en ekki bugaður Fidel Kastró, forseti Kúbu féll niður stiga þegar hann var á leið niður af sviði eftir klukkustundarlanga ræðu og brákaði sig bæði á hné og á hendi. Margir í salnum brustu í grát en Castro, sem orðinn er 78 ára bað strax um að fá hljóðnemann og sagði áheyrendum að allt væri í lagi með sig. "Ég get talað, jafnvel þó ég sé í gifsi," sagði Kastró. 21.10.2004 00:01
Harry barði ljósmyndara Harry Bretaprins lenti í útistöðum við ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í Lundúnum í nótt. Í yfirlýsingu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að Harry hafi verið laminn í andlitið með myndavél og hafi þá ýtt henni frá sér í sjálfsvörn með þeim afleiðingum að myndavélin lenti á vörinni á ljósmyndaranum svo hún sprakk. 21.10.2004 00:01
Ekki sátt um aukinn herafla Það er talið fullvíst að breska ríkisstjórnin ákveði í dag að senda breska hermenn til að að aðstoða Bandaríkjaher við að koma böndum á uppreisnarhópa í Bagdad og nágrenni. Málið er líklegt til að valda uppþoti innan Verkamannaflokksins. 21.10.2004 00:01
Veldur keisaraskurður ofnæmi? Börn sem tekin eru með keisaraskurði gætu verið líklegri til að þróa með sér matarofnæmi en önnur börn. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við Háskólann í Munchen, þar sem 865 ungabörn voru rannsökuð. 21.10.2004 00:01
Fá ekki Evruna í bráð Ríkin 10 sem gengu í Evrópusambandið síðastliðið vor fá ekki að taka upp Evruna næsta áratuginn, verði efnahagsmál landann enn í sama ólestri og nú er. Þetta er mat yfirmanna seðlabanka Evrópu. 21.10.2004 00:01
Gleypti Evrur Lögreglan í Kólombíu hefur handtekið mann sem hafði gleypt hylki með 157 þúsund Evrum. Lögregla grunaði manninn um að hafa átt í viðskiptum með kókaín, en þegar hún hafði hendur í hári mannsins hafði hann hvorki efni né peninga meðferðis. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn hafði gleypt hagnaðinn af viðskiptum sínum. 21.10.2004 00:01
Dagbók úr útrýmingarbúðum fannst Dagbók 18 ára gamallar stúlku sem dvaldi í útrýmingarbúðum nasista hefur fundist í Hollandi. Í bókinni lýsir stúlkan þriggja mánaða tímabili sínu í útrýmingarbúðunum og þar kemur meðal annars fram sú mikla angist sem ríkti í búðunum, ekki síst meðal ungra barna, sem send voru út í opinn dauðann líkt og hverjir aðrir. 21.10.2004 00:01
Frederick í 8 ára fangelsi Ivan Frederick liðþjálfi í Bandaríkjaher var í dag dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að misþyrma föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad. Þá var hann lækkaður í tign og gerður að óbreyttum hermanni, dæmdur til launamissis og leystur undan herskyldu með skömm. 21.10.2004 00:01
Heiladauður? Joe Biden, þingmaður Demókrata sagði á kosningafundi í fyrradag að George Bush væri „heiladauður". Ummæli Biden, sem uppskáru mikið lófatak meðal viðstaddra, hafa vakið mikla athygli, enda ekki á hverjum degi sem þingmenn láta svo stór orð falla. 21.10.2004 00:01
Arafat biður griða Jasser Arafat forseti Palestínu ætlar að biðja bresk-írakska gíslinum Margaret Hassan griða. Hassan sem starfar við neyðarstoð var rænt á þriðjudag. Utanríkisráðherra Palestínu greindi frá þessu í Dublin í dag, þar sem hann er í heimsókn. Arafat reyndi einnig að biðja Ken Bigley griða, en hann var myrtur af mannræningjum. 21.10.2004 00:01
Minnst 66 létust 66 hið minnsta, týndu lífi í mannskæðasta fellibyl sem gengið hefur yfir Japan í meira en tvo áratugi. Aurskriður og flóðbylgjur færðu allt á kaf og nokkurra er enn saknað. Fellibylurinn missti fljótlega afl þegar yfir land kom og var ekki ýkja öflugur þegar hann gekk yfir Tókýóborg. Alls hafa tíu fellibyljir skollið á Japan það sem af er árinu, sem er met. 21.10.2004 00:01
Átta ára fangelsi Bandarískur hermaður var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að misþyrma írökskum föngum í Abu Graib fangelsinu í Bagdad, bæði kynferðislega og andlega. Þetta er þriðji dómurinn sem fellur vegna illrar meðferðar á föngunum í Abu Graib og sá langþyngsti hingað til. 21.10.2004 00:01
Bush í vondum málum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu eftir ellefu daga og kjósa sér forseta. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að George W. Bush hefur nokkurra prósenta forskot á andstæðing sinn, John Kerry. Þar með er þó ekki sjálfgefið að Bush muni bera sigur úr býtum. 21.10.2004 00:01
Kaupir sér gullfiska næst Maður sem keypti sér kanínur vegna þess að hann var einmanna og vildi smá félagsskap endað með meiri félagsskap en hann kærði sig um. 21.10.2004 00:01
Tugir létust í gassprengingu Í það minnsta sextíu og allt upp í 150 námumenn létu lífið þegar mikil sprenging varð í kolanámu í Daping námunni í Henan-héraði í Kína. Nær 450 manns voru að störfum í námunni þegar sprengingin varð og sluppu um 300 manns lifandi. Nær níutíu manna er saknað og ekki vitað um afdrif þeirra. 21.10.2004 00:01
Versta áfall Japana í nær áratug Mannskæðasta óveður sem gengið hefur yfir Japan í nær tvo áratugi kostaði í það minnsta 55 manns lífið þegar fellibylurinn Tokage gekk yfir landið í fyrradag og fyrrinótt. Rúmlega tuttugu manns til viðbótar er saknað og því getur tala látinna enn hækkað. 21.10.2004 00:01
Kerry með nær helmings fylgi John Kerry fengi nær helming atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ipsos fyrir AP. Samkvæmt henni nýtur Kerry stuðnings 49 prósenta líklegra kjósenda en 46 prósent vilja George W. Bush. Munurinn er þó innan skekkjumarka. 21.10.2004 00:01
Danski þingmaðurinn gerður útlægur Danski þingmaðurinn, Flemming Oppfeldt, sem grunaður er um kynferðislega misnotkun á 13 ára dreng, hefur verið tekinn af lista frambjóðanda Venstre flokksins til þings. 21.10.2004 00:01
Reknar vegna slæðubannsins Sjö stúlkur hafa verið reknar úr frönskum skólum vegna þess að þær neita að hlýða lögum sem banna þeim að bera íslamskar slæður í skólum. 21.10.2004 00:01
Verktaki dæmdur fyrir fúsk Tyrkneskur byggingaverktaki hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi. Hann var fundinn sekur um glæpsamlegt kæruleysi við byggingu húsa sem hrundu í jarðskjálfta fyrir fimm árum með þeim afleiðingum að nær 200 manns létust. Alls létust 17 þúsund manns í jarðskjálftanum. 21.10.2004 00:01
Leystur úr fangelsi fyrir mistök Foringja hryðjuverkamannanna sem myrtu nær 200 manns í hryðjuverkaárásunum í Madríd í vor var sleppt úr fangelsi fyrir mistök fyrir tveimur árum síðan. Allekema Lamari, einn sjö manna sem sprengdu sig í loft upp þegar lögreglan umkringdi þá 3. apríl, er talinn hafa verið foringi mannanna sem gerðu sprengjuárásirnar á lestarstöðvum í Madríd. 21.10.2004 00:01
Átta ára dómur fyrir misþyrmingar Bandaríski hermaðurinn Ivan Fredericks var í gær dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að misþyrma föngum í fangelsinu Abu Ghraib í Írak. Fredericks, háttsettasti hermaðurinn til að verða ákærður fyrir fangamisþyrmingar, játaði sök í fyrradag. 21.10.2004 00:01
Fyrsti innflytjandi í ráðherrastól Ibrahim Baylan varð í gær fyrsti innflytjandinn í sögu Svíþjóðar til að taka við embætti ráðherra í stjórn landsins. Göran Persson forsætisráðherra skipaði Baylan í embætti menntamálaráðherra í uppstokkun sinni á ráðherrum sænsku stjórnarinnar. 21.10.2004 00:01
Breskir hermenn á átaksvæði Breska ríkisstjórnin ákvað að senda 850 breska hermenn inn á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers í Írak svo Bandaríkjamenn geti sótt fram gegn íröskum vígamönnum af meiri krafti. Bretarnir taka sér stöðu vestur af Bagdad á svæði þar sem súnnímúslimar hafa gert daglegar árásir á bandaríska hermenn og íraska lögreglumenn. 21.10.2004 00:01
Klagið reykingafólkið Írar eiga að hafa samband við yfirvöld ef þeir verða vitni að því að fólk brýtur lög sem banna reykingar á krám og veitingastöðum. Þetta er upplagið í fimm vikna auglýsingaherferð sem írska tóbaksvarnaeftirlitið hratt í framkvæmd í gær. 21.10.2004 00:01
Strippað í fangelsi Fangavörðum í Hof fangelsinu í suðurhluta Noregs brá í brún þegar þeir litu inn í samkomusal fanganna og sáu nektardansmey stíga dans fyrir fangana. Atvikið átti sér stað á menningarkvöldi sem fangelsisyfirvöld höfðu samþykkt að fangarnir fengju að halda en voru með öllu grunlaus um að þeir réðu sér nektardansmey til að skemmta föngunum. 21.10.2004 00:01
Herþotur sendar til verndar Katsav Tvær austurrískar herþotur voru sendar á loft til að verja þyrlu Ísraelsforseta eftir að flugumsjónarmenn tilkynntu að lítilli flugvél væri flogið í átt að þyrlunni. Af ótta við að einhver kynni að ætla að ráðast á Moshe Katsav, forseta Ísraels, ákváðu yfirvöld að taka enga áhættu. Hættan reyndist þó lítil þar sem um var að ræða einkaflugmann í útsýnisflugi. 21.10.2004 00:01
Standa saman að hjálparstarfi ABC hjálparstarf hefur samið við Þróunarsamvinnustofnun Íslands um samstarf í hjálparstarfi við fátæk og munaðarlaus börn í fjórum löndum þar sem Þróunarsamvinnustofnunin starfar nú þegar. Löndin eru Malaví, Mósambík, Namibía og Úganda. 21.10.2004 00:01
Zarqawi á lista Sameinuðu Þjóðanna Hryðjuverkahópar sem lúta stjórn Abus Musabs al-Zarqawis í Írak eru nú komnir á alþjóðlegan lista Sameinuðu þjóðanna yfir hryðjuverkasamtök. Það þýðir að aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna ber að gera allt sem í þeirra valdi er til að koma í vef fyrir ferða félaga í samtökunum, leggja hald á vopn þeirra og frysta fjármuni sem rekja má til þeirra. 20.10.2004 00:01
Hætta á hryllilegri hungursneyð Hætta er á hungursneyð í Darfur í Súdan, sem gæti orðið mun verri en nokkur hungursneyð sem sést hefur á undanförnum áratugum. Þetta er mat sérfræðinga alþjóða Rauða krossins. Talsmenn barnaverndarsjóðs Sameinuðu þjóðanna greindu jafnframt frá því að öryggi í Darfur væri ennþá mjög ábótavant. 20.10.2004 00:01
Hollingshorst fékk Booker verðlaun Booker-verðlaunin, einhver þekktustu bókmenntaverðlaun Bretlands, hlýtur í ár rithöfundurinn Alan Hollingshorst fyrir bókina The Line of Beauty. Hún fjallar um samkynhneigðan lífsnautnasegg á stjórnarárum Margret Thatcher í Bretlandi. Í einu atriða bókarinnar dansar söguhetjan meira að segja við Thatcher uppfullur af eiturlyfjum og gjörsamlega út úr heiminum. 20.10.2004 00:01
Börðu dóttur sína og systur Írakskir feðgar voru handsamaðir í Ósló í gær þar sem þeir höfðu beitt tólf ára gamla stúlku ofbeldi. Feðgarnir, sem eru 36 og 20 ára gamlir og eru faðir og bróðir stúlkunnar, sættu sig ekki við að hún ætti orð við norska jafnaldra sína af gagnstæðu kyni. Þeir hugðust taka hana með sér til Íraks þar sem þeir höfðu fundið mannsefni fyrir hana. 20.10.2004 00:01
Geðsjúks morðingja leitað Geðsjúks morðingja er leitað í Linköping í Svíþjóð. Maðurinn, sem er um tvítugt, réðist á konu á sextugsaldri í gærmorgun og stakk hana til bana, eftir því sem talið er að ástæðulausu. Átta ára gamall drengur var skammt hjá og kallaði hann þegar í stað á hjálp. Morðinginn vatt sér því næst að drengnum og drap hann. 20.10.2004 00:01
Viðurkennir samband en neitar öðru Danski þingmaðurinn, sem var handtekinn í gær, viðurkennir ad hafa haft samband vid þrettán ára dreng á Internetinu, en neitar að hafa stundað kynlíf med honum. Danska lögreglan, sem nú yfirheyrir þingmanninn, telur ad hann hafi áður reynt ad setja sig í samband vid fleiri unga drengi og boðið þeim greiðslu fyrir kynlíf. 20.10.2004 00:01
2 í gæsluvarðhald vegna morðs Tveir menn á fertugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Danmörku til 11. nóvember, vegna morðs á leigubílstjóra á sunnudagskvöld. Við yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur í gær kom fram að þeir verða í einangrun til annars nóvember. 20.10.2004 00:01
Breytti nafninu í „hvalborgari" Ungur norskur slátrari hefur fengið samþykkta breytingu á skírnarnafni sínu. Espen Scheide er slátrari í Þrándheimi, og nýlega rakst hann á síðu á netinu, þar sem hægt er að sækja um nafnbreytingu. Espen leist vel á það og heitir nú ekki lengur Espen, heldur Keikoburger. 20.10.2004 00:01
Sambúð getur af sér drengi Pör sem búa undir sama þaki á þeim tíma þegar barn er getið eru líklegri til að eignast stráka en pör sem ekki búa saman. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri könnun sem virðist ótvírætt sýna að umhverfisaðstæður við getnað geti að einhverju leyti ákvarðað kyn barnsins. 20.10.2004 00:01
Stöðva starfsemi vegna mannráns Alþjóðlegu hjálparsamtökin Care International hafa ákveðið að stöðva alla starfsemi sína í Írak í kjölfar þess að öfgahópar rændu í gær Margaret Hassan, yfirmanni samtakanna í Írak. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi myndband af Hassan þar sem hún er með hendur bundnar aftur fyrir bak. 20.10.2004 00:01
Lítil spilling á Íslandi Ísland lendir enn og aftur á lista með þeim löndum heims sem þykja til fyrirmyndar hvað varðar heiðarleika og gagnsæi í stjórnkerfinu. Ísland og Danmörk deila þriðja til fjórða sætinu sem minnst spilltu lönd heims. 20.10.2004 00:01
Ríkisstjórn segir af sér Ríkisstjórn hins tyrkneska hluta Kýpur sagði af sér í gær eftir margra mánaða ólgu og í kjölfar þess að ekki náðist að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu hinna tyrknesku og grísku hluta eyjarinnar. 20.10.2004 00:01
Barroso heimsækir ESB þjóðir Næsti formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, hitti forsætisráðherra Póllands í gær. 20.10.2004 00:01
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent