Erlent

Bauð Brown stól forsætisráðherra

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, bauð Gordon Brown fjármálaráðherra forsætisráðherrastólinn ef hann tryggði að Bretar tækju upp evruna. Þessu heldur Clare Short, fyrrum ráðherra í stjórn Blair, fram í nýjum endurminningum sínum, An Honorable Deception sem þýða mætti sem Heiðvirða blekkingu á íslensku. Short segir að Blair hafi tvisvar beðið sig um að koma þessum boðum á framfæri við Brown, í bæði skiptin hafi Brown sagt hagsmuni Bretlands vega þyngra en eigin metnað. Short barðist gegn innrásinni í Írak og gagnrýndi Blair harkalega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×