Erlent

Noregskonungur neitar sögusögnum

Í hinum árlega hallarkvöldverði sem Haraldur Noregskonungur býður þingmönnum og eiginkonum þeirra til ræddi kóngurinn nýútkomna bók þar sem uppruni Ólafs heitins Noregskonungs, föður Haraldar, er dreginn í efa. Konungurinn sagði að hann og fjölskylda hans hefðu tekið mjög nærri sér umræðuna um faðerni Ólafs konungs. Hann sagði jafnframt að sérhver rithöfundur væri í fullum rétti til að skrifa hvað sem honum sýndist. Hins vegar sagði hann að hvergi í skjalasafni hallarinnar væri að finna teikn um að faðerni föður síns væri með öðrum hætti en talið hafi verið hingað til. Ef svo væri vissi hann ekki um það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×