Erlent

Setja fé í friðargæslu

Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja friðargæslustarf Afríkuríkja í Darfur með fjárframlagi að andvirði rúmra átta milljarða króna. Framlagið nemur um helmingi þeirrar upphæðar sem talið er að það kosti að fjölga friðargæsluliðum í Darfur í Súdan úr 390 í rúmlega þrjú þúsund. Stjórnir Afríkuríkja höfðu bent á að til þess að hægt væri að binda enda á átök og árásir í héraðinu þyrftu Vesturlönd að leggja til fjármuni og aðstoð við að flytja hermenn. Stjórnir Bandaríkjanna, Kanada og Ástralíu hafa sagst reiðubúnar að sjá um flutning friðargæsluliða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×