Erlent

Framsal glæpahöfundar til Ítalíu

Jean Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, skrifaði í dag undir framsal Cesares Battistis til Ítalíu. Battisti, sem á árum áður var herskár vinstri skæruliði, hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsis fyrir morð sem framin voru á áttunda áratug síðustu aldar. Battisti sagði skilið við hryðjuverk fyrir hálfum öðrum áratug og hefur búið í Frakklandi þar sem hann hefur getið sér orð fyrir glæpasögur. Battisti var einn fjölmargra ítalskra borgarskæruliða sem flúðu til Frakklands og fengu hæli undir stjórn Mitterands. Lögmaður Battistis segir að ákvörðun forsætisráðherra verði áfrýjað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×