Erlent

Vændishringir upprættir

Lögreglan í Grikklandi hefur handtekið sex manneskjur úr tveimur vændishringjum fyrir mansal. Fólkið er sakað um að hafa smyglað stúlkum frá Litháen og Rússlandi til landsins og neytt þær til að stunda vændi. Annar vændishringurinn var starfræktur í höfuðborginni Aþenu og á ferðamannastaðnum Ródos. Hinn var eingöngu starfræktur í Aþenu. Talið er að þúsundir ungra kvenna, flestar frá austurhluta Evrópu, séu fluttar með ólöglegum hætti til Grikklands á hverju ári. Stúlkurnar eru ginntar yfir með loforði um lögmæta atvinnu, en þegar á áfangastað er komið eru þær neyddar til að stunda vændi..



Fleiri fréttir

Sjá meira


×