Erlent

Gigtsjúkir ísbirnir aflífaðir

Elsta ísbjarnapar Evrópu hefur verið aflífað í dýragarðinum í Kaupmannahöfn en bæði dýrin voru sárþjáð af gigt. Birnirnir voru þrjátíu og fjögurra og þrjátíu og fimm ára gamlir en algengt er að ísbirnir nái 20-25 ára aldri. Talsmaður dýragarðsins í Kaupmannahöfn segir í samtali við danska ríkisútvarpið að ekki sé von á nýjum ísbjörnum í garðinn fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Þar með er rofin sú hefð frá opnun garðsins árið 1859 að ísbirnir séu meðal sýningardýra. Undanfarið hefur verið leitað að nýju ísbjarnapari en aðeins fundist karldýr. Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn hefur ekki viljað þiggja hann þar sem honum sé ekki bjóðandi að lifa án kerlu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×