Erlent

Wilde tekinn af lífi

Spánnýr söngleikur um skáldið Oscar Wilde var frumsýndur í Lundúnum í gærkvöld. Fimm hundruð frumsýningargestir fylgdust með frumflutningi verksins sem fékk svo skelfilega dóma hjá gagnrýnendum í morgun að annað eins hefur ekki sést. Guardian gaf enga stjörnu, Times sagði Wilde snúa sér við í gröfinni ef hann vissi hvernig sýningin væri, og Evening Standard sagði söngleikinn einkennast af fullkomnum hryllingi. Önnur sýning átti að vera í kvöld en í ljósi gagnrýninnar og þeirrar staðreyndar að aðeins höfðu selst fimm miðar á sýninguna var ákveðið að hætta sýningunum þegar í stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×