Erlent

Sprengjusérfræðingur Hamas drepinn

Ísraelskar hersveitir grönduðu einum helsta sprengjusérfræðingi Hamas-samtakanna, Adnan al-Ghoul, í gærkvöldi. Al-Ghoul er næst æðsti maður hernaðarvængs samtakanna og hefur verið á lista Ísraelsmanna yfir skotmörk frá því árið 1987. Flugskeyti var skotið á bifreið hans á Gasa-ströndinni. Hamas-liðar hótuðu sjálfsmorðsárásum í hefndarskyni. Undir morgun var svo gerð önnur árás á heimili Amers Qarmouts, leiðtoga regnhlífarsamtaka palestínskra skæruliða á Gasa, en hann slapp ómeiddur. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×