Erlent

Kosningar í Kósóvó í dag

Kosningar verða í dag haldnar í Kósóvó í annað skipti frá því að Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu héraðið sem sérstakt verndarsvæði. 1,4 milljónir kjósenda eiga rétt á að greiða atkvæði í kosningunum og er meirihluti þeirra af albönsku bergi brotinn. Gert er ráð fyrir að flestir þeirra greiði einum af fjórum albönskum flokkum atkvæði sitt en þeir krefjast allir sjálfstæðis fyrir Kósóvó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×