Fleiri fréttir Andreotti sýknaður Guilíó Andreotti fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu hefur verið formlega hreinsaður af öllum ásökunum um tengsl við mafíuna. Andreotti sem sjö sinnum var forsætisráðherra Ítalíu hefur í mörg árið barist gegn ásökunum um spillingu fyrir dómstólum en í morgun staðfesti æðsti dómstóll landsins tvo sýknudóma undirréttar og er málinu því endanlega lokið. 15.10.2004 00:01 Grömm milli lífs og dauða Nokkur grömm geta skilið á milli lífs og dauða hjá tveimur karlmönnum og einni konu sem eru í haldi lögreglunnar í Singapúr í kjölfar aðgerða gegn kókaínsölu og neyslu í efri stigum þjóðfélagsins. Rannsóknarmenn lögreglunnar hefur nú til skoðunar það kókaín sem var gert upptækt í fórum fólksins. 15.10.2004 00:01 Jafntefli mögulegt? Ef jafn lítill munur verður á milli frambjóðenda til forsetakosninganna í Bandaríkjunum í kosningunum og skoðanakannanir sýna gætu sjónir manna beinst að Colorado fylki. Þar fara samhliða fram aðrar kosningar sem gætu breytt stöðunni til muna, og jafnvel leitt til þess að hvorugur þeirra Bush eða Kerry vinni kosningarnar. 15.10.2004 00:01 Kúgun kvenna hindrar þróunina Kúgun kvenna í Afríku er meiriháttar hindrun á framþróun í álfunni segir James Wolfensohn forseti Alþjóðabankans. Hann gagnrýndi karlmenn í Afríku harðlega á ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Eþóípíu í dag. Wolfensohn sagði menn ekki átta sig á því leynivopni sem Afríkuríki byggju yfir, en það væru konur sem vinna mörg mikilvæg verk. 15.10.2004 00:01 Bólusetning við malaríusmiti Vísindamenn telja sig í fyrsta sinn geta bjargað börnum frá malaríusmiti eða dauða með bólusetningu. Þótt enn sé langt í að menn telji baráttunni gegn þessum skæða sjúkdómi lokið, segja sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar skrefið stórt. 15.10.2004 00:01 Shröder hittir Gaddafi Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands fundar nú með Gaddafi lýbíuleiðtoga í Tripoli. Fundurinn er sögulegur, því að þetta er í fyrsta sinn sem kanslari Þýskalands hittir leiðtoga Lýbíu. Fundurinn er líka táknrænn fyrir batnandi samskipti Evrópuríkja og Lýbíu, en eins og fram hefur komið aflétti Evrópusambandið í síðustu viku viðskiptahömlum á Lýbíu 15.10.2004 00:01 Aukin samvinna Rússa og Kínverja Gömlu Sósíalistastórveldin Rússland og Kína ætla að bindast tryggari böndum á nýjan leik. Vladimir Pútín, forseti Rússlands heimsækir Kína þessa dagana og leggur á ráðin með starfsbróður sínum í austri, Hu Jintao, um það hvernig auka megi samskipti og viðskipti á milli stórveldanna tveggja. 15.10.2004 00:01 Bannað að skilja útundan Kjarnaríki Evrópusambandsins mega ekki skilja ný aðildarríki útundan að neinu leyti segja Tony Blair og Ferenc Gyurcsany, leiðtogi Ungverja. Talið er að í yfirlýsingu leiðtoganna tveggja felist skilaboð til Frakka og Þjóðverja, sem ásamt Ítalíu hafa verið í fararbroddi sambandsins frá stofnun þess. 15.10.2004 00:01 Cheney ævareiður Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna og konan hans eru ævareið út í John Kerry, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að hafa gert samkynhneigð dóttur þeirra að umræðuefni í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í Arizona á miðvikudaginn. Kerry tók dóttur Cheneys sem dæmi þegar hann var spurður út í afstöðu sína til samkynhneigðra. 15.10.2004 00:01 Google með nýjan leitarbúnað Fyrirtækið Google hefur komið á fót nýjum leitarbúnaði, sem gefur notendum kost á því að leita að efni á harða drifi tölvunnar jafnauðveldlega og leitað er á Netinu. Nýi búnaðurinn leitar í skjölum, skrám, tölvupósti og skyndiskilaboðum sem vistuð er á harða drifinu. 15.10.2004 00:01 Samtímis þjóðaratkvæðagreiðsla Evrópuþingið hefur lagt til að öll 25 ríki Evrópusambandsins haldi samtímis þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá sambandsins í byrjun maí á næsta ári. Þó er gert ráð fyrir því að Spánn þjófstarti og haldi þjóðaratkvæðagreiðsluna þann 20. febrúar næstkomandi. 15.10.2004 00:01 Ósammála um inngöngu Tyrkja Forseti Frakklands og forsætisráðherra landsins eru ósammála um ágæti þess að Tyrkir gangi í Evrópusambandið. Innganga Tyrkja í Evrópusambandið var til umræðu á franska þinginu í gær að frumkvæði Jaques Chirac, forseta Frakklands, sem styður inngöngu Tyrkja heilshugar. Umræðurnar voru gríðarlega heitar og hefur annað eins ekki sést á þinginu franska í háa herrans tíð. 15.10.2004 00:01 Vildi frægð og frama Morðingi bítilsins Johns Lennon segist hafa ráðið honum bana til þess að stela frægð hans. Mark Chapman segist hafa orðið merkilegri meðaljón eftir morðið heldur en fyrir það og það hafi verið hans eina hvatning fyrir aðgerðinni. 15.10.2004 00:01 Eiga að hætta eggjainnflutningi Bretar eiga að hætta að flytja inn egg frá Spáni að mati eggjaframleiðenda og heilbrigðisyfirvalda í landinu. Á síðastliðnum 2 árum hafa komið upp 6 þúsund salmonellutilvik í Bretlandi og er stór hluti þeirra rakinn beint til átu á spænskum eggjum. 15.10.2004 00:01 Pólverjar fara brátt heim Pólverjar ætla að fækka í herliði sínu í Írak frá og með byrjun næsta árs, að sögn Marek Belka, forsætisráðherra Póllands. Belka segir Pólverja ekki ætla að vera klukkutímanum lengur en nauðsynlega þurfi í Írak, enda sína nýlegar kannanir að 70% landsmanna séu á móti veru herliðsins pólska í Írak. 15.10.2004 00:01 Ánægja með sýknuna Sýknudómur yfir Morgan Tsvangirai leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe hefur endurnýjað trú manna á lýðræðið þar í landi. Robert Mugabe hefur farið með völd í landinu síðasta aldarfjórðung og voru réttarhöldin yfir helsta andstæðingi hans talin enn eitt dæmið um einræðistilburði hans. 15.10.2004 00:01 Átök skyggja á föstumánuð Föstumánuður múslima hófst í dag en skugga ber á vegna átaka. Þetta er mikill helgimánuður, tími pílagrímaferða, bæna og hugleiðinga og múslimar fá sér hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Í Írak halda átök hins vegar áfram, meðal annars í Fallujah þar sem bandarískar herþotur gerðu loftárásir í nótt. 15.10.2004 00:01 Eldurinn í Mexikó gýs Eldfjallið Eldur í Mexikó ber nafn með rentu, í það minnsta þessa dagana. Það hefur gosið reglulega frá því í lok september og eru gosin afar tilkomumikil. Vægir skjálftar hafa fylgt eldsumbrotunum en sérfræðingar telja byggð í nágrenni eldfjallsins í lítilli sem engri hættu. 15.10.2004 00:01 Setur Nader strik í reikninginn Neytendafrömuðurinn og sjálfstæði forsetaframbjóðandinn Ralph Nader gæti eyðilagt vonir Johns Kerry um að komast í Hvíta húsið. Ef kosningaúrslit verða í átt við niðurstöður skoðanakannana má búast við spennandi kosninganótt og þá skiptir allt máli. 15.10.2004 00:01 Bræður sjá um sig sjálfir Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, er nýkominn frá Úganda þar sem hann fylgdist með og mat árangur hjálparstarfsins. Hann hitti bræðurna Muwango, sextán ára, og Peter, fjórtán ára, sem fengið hafa hjálp til sjálfshjálpar. 15.10.2004 00:01 70 þúsund látin í Darfur Í það minnsta 70 þúsund manns hafa látist í flóttamannabúðum í Darfur frá því í mars og dánartíðnin fer ekki minnkandi nema umheimurinn leggi fram meira fé og meiri hjálp í að takast á við vandann, sagði David Nabarro, aðgerðastjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar á svæðinu. 15.10.2004 00:01 Blindir fóru í kröfugöngu "Danmörk getur kannski stært sig af því að bjóða upp á eitt besta velferðarkerfi í heimi en það nær ekki til blindra," sagði Jens Bromann, formaður landssambands blindra í Danmörku, þegar um 500 blindir einstaklingar fóru í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn. 15.10.2004 00:01 Þrengja hringinn um ræningjana Norska lögreglan telur hringinn vera að þrengjast um þjófana sem stálu málverkum Edvards Munch í ágúst, að því er fram kemur í Verdens Gang og Dagbladet. Þar segir að lögreglan hafi rakið ferðir bíls ræningjanna næstu daga fyrir ránið og komist að því að hann hafði farið um hendur margra þekktra glæpamanna. 15.10.2004 00:01 Hundinum bjargað frá aftöku Eftir þriggja ára stapp og fjárútlát upp á hálfa áttundu milljón króna tókst skosku hjónunum Bryan og Carol Lamont að bjarga lífi hundsins síns, Dino. 15.10.2004 00:01 Prinsessa auglýsir eftir skilnaði Margréti prinsessu í Hollandi hefur gengið illa að hafa uppi á eiginmanni sínum og kom það ljóslega fram í hollensku dagblaði síðasta föstudag þegar hún birti auglýsingu sem beint var til hans. Hún vildi þó ekki fá hann aftur heim heldur tilkynnti hún að hún vildi skilnað og að hann hefði frest fram í janúar til að andmæla skilnaðinum. 15.10.2004 00:01 Hvöttu til friðsamlegrar andstöðu Klerkar í Falluja hvöttu landsmenn í gær til friðsamlegrar andstöðu gegn Bandaríkjamönnum um allt Írak ef þeir reyndu að brjóta andspyrnu gegn þeim á bak aftur. Yfirlýsing klerkanna var lesin upp í moskum víða í Írak. 15.10.2004 00:01 Lífið aftur í samt horf Börn mættu aftur í skóla og bensínstöðvar, bankar og margvísleg önnur fyrirtæki hófu starfsemi á nýjan leik í fyrradag þegar fjögurra daga allsherjarverkfalli fjölmennustu verkalýðsfélaga Nígeríu lauk. 15.10.2004 00:01 Snúið við vegna sprengjuhótunar Farþegaflugvél Virgin-flugfélagsins var snúið aftur til Standsted-flugvallar fyrr í morgun vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leiðinni til Hong Kong frá Heathrow-flugvellinum í London og voru 233 um borð í vélinni. 14.10.2004 00:01 Tókust á af hörku Tekist var á af hörku um innanríkismál og velferðakerfið í síðustu kappræðum forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna í nótt. Milljónir manna fylgdust með kappræðunum sem voru fyrirfram taldar geta haft talsverð áhrif á fylgi frambjóðendanna. Hvorugur var þó sigurvegari samkvæmt skyndikönnunum að kappræðunum loknum og margir eru enn óákveðnir. 14.10.2004 00:01 Geimskot í Kasakstan Allt gekk að óskum þegar Rússar skutu geimflaug á loft frá Baikonur í Kasakstan í morgun. Um borð eru rússneskir og bandarískir geimfarar og er förinni heitið að alþjóðlegu geimstöðinni. 14.10.2004 00:01 Norsk stúlka lést af ofneyslu Íbúar í Bergen í Noregi eru slegnir vegna fréttar um að þrettán ára stúlka hafi látist vegna ofneyslu lyfja sem hún og vinkona hennar komust yfir hjá fíkniefnasölum um helgina. Lyfin voru í töfluformi og tóku stúlkurnar ótæpilega inn af þeim með þessum hörmulegu afleiðingum. 14.10.2004 00:01 Öflugar sprengingar í Bagdad Átta manns féllu og minnst fjórir særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu í miðborg Bagdad í Írak fyrir stundu. Að sögn sjónarvotta er þykkur reykmökkur yfir svæðinu. 14.10.2004 00:01 Kalla eftir aðgerðum SÞ Frjálsu félagasamtökin í Palestínu (PNGO) hafa sent frá sér ákall til Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um að skerast í leikinn og stöðva árásir Ísraelshers á palestínsku þjóðina. Árásir hafa staðið á norðanverðu Gaza-svæðinu síðan 28. september síðastliðinn. 14.10.2004 00:01 Sjö fórust í Kanada Flutningavél með sjö manna áhöfn fórst í Halifax í Nova Scotia í morgun. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak og hafnaði í skóglendi skammt frá borginni þar sem kviknaði í henni. Vélin var skráð í Ghana en talsmaður flugfélagsins segir enn of snemmt að segja til um orsök slyssins. 14.10.2004 00:01 Kínverji gekk berserksgang Karlmaður gekk berserksgang eftir að hafa tapað hundruð milljónum í spilavíti í Kína, stakk eiginkonu sína til bana og kveikti í íbúð sinni. Eldurinn breiddist út til nærliggjandi íbúða en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga þremur sem festust í brennandi húsinu. 14.10.2004 00:01 Íslendingar vinna hjá flugfélaginu Átta til níu íslenskir flugvirkjar vinna hjá flugfélagi vélarinnar sem fórst í Halifax í Kanada í morgun. Georg Þorkelsson, yfirmaður flugfélagsins í Lúxemborg, staðfestir við vefrit Morgunblaðsins að enginn Íslendingur hefði verið um borð. 14.10.2004 00:01 Kerry er ekki góður maður "Ég fékk annað tækifæri til að meta John Kerry og það eina sem ég get sagt er þetta: Þetta er ekki góður maður," sagði Lynne Cheney, eiginkona Dick Cheney varaforseta, þegar hún kynnti eiginmann sinn á kosningafundi. Hún er ósátt Kerry fyrir að hafa blandað samkynhneigðri dóttur Cheney-hjónanna inn í kappræður forsetaefnanna í fyrrinótt. 14.10.2004 00:01 Byrjað að telja atkvæði Talning er loks hafin á atkvæðum sem greidd voru í afgönsku forsetakosningunum um síðustu helgi. Talningin hefst fimm dögum eftir kosningar og fjórum dögum eftir að talning atkvæða átti að hefjast, en fresta þurfti henni vegna þess að erfiðlega gekk að safna kjörkössum saman. 14.10.2004 00:01 Ætterni konungs vafa orpið Ætterni Haralds Noregskonungs er í vafa eftir að virtur norskur fræðimaður greindi frá því að faðir hans, Ólafur V Noregskonungur, sem tók við embætti af Hákoni, fyrsta konungi Noregs, hefði hugsanlega ekki verið sonur Hákonar. 14.10.2004 00:01 Tíu ára bið á enda Kúrdíski mannréttindafrömuðurinn Leyla Zana veitti í gær viðtöku mannréttindaverðlaunum þings Evrópusambandsins. Þetta gerði hún tíu árum eftir að þingið heiðraði hana en mestallan þann tíma hefur hún setið í fangelsi í Tyrklandi fyrir baráttu sína fyrir auknum réttindum Kúrda í Tyrklandi. 14.10.2004 00:01 Kerry hafði betur en Bush John Kerry, forsetaefni demókrata, virðist hafa komist heldur betur frá þriðju og síðustu kappræðum forsetaefna stóru flokkanna en George W. Bush Bandaríkjaforseti. Hann hafði mun betur í tveimur könnunum sem birtar voru eftir kappræðurnar og sjónarmun betur í þeirri þriðju. 14.10.2004 00:01 Hættara við krabbameini Fólk sem notar farsíma í tíu ár eða lengur á frekar á hættu en aðrir að þjást af góðkynja krabbameini þeim megin á höfðinu sem það heldur á símanum. Þetta kemur fram í nýrri sænskri rannsókn. 14.10.2004 00:01 Heimili rýmd vegna skógarelda Tæplega áttatíu heimili hafa verið rýmd í Napa- og Yolosýslu í Kaliforníu vegna skógarelda sem hafa geysað á um 15 þúsund hektara svæði norðaustur af San Francisco. 14.10.2004 00:01 Olíuverðið aftur niður Verðið á olíufatinu lækkaði aftur niður í 52 dollara og 51 sent við lokun á olíumarkaði í New York í gær eftir að hafa náð 54 dollurum fyrr um daginn. Allsherjarverkfall sem nú er í Nígeríu, fimmta stærsta olíuframleiðanda innan OPEC-samtakanna, er ein aðal ástæða hækkunarinnar að undanförnu. 13.10.2004 00:01 Fjöldagrafir finnast í Írak Líkamsleifar að minnsta kosti eitt hundrað manna, þar á meðal barna, hafa fundist í fjöldagröfum nálægt þorpinu Hatra í Norður-Írak. Grafirnar eru taldar sanna ofsóknir gegn Kúrdum sem drepnir voru í þúsunda tali í valdatíð Saddams Husseins í lok níunda áratugarins. 13.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Andreotti sýknaður Guilíó Andreotti fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu hefur verið formlega hreinsaður af öllum ásökunum um tengsl við mafíuna. Andreotti sem sjö sinnum var forsætisráðherra Ítalíu hefur í mörg árið barist gegn ásökunum um spillingu fyrir dómstólum en í morgun staðfesti æðsti dómstóll landsins tvo sýknudóma undirréttar og er málinu því endanlega lokið. 15.10.2004 00:01
Grömm milli lífs og dauða Nokkur grömm geta skilið á milli lífs og dauða hjá tveimur karlmönnum og einni konu sem eru í haldi lögreglunnar í Singapúr í kjölfar aðgerða gegn kókaínsölu og neyslu í efri stigum þjóðfélagsins. Rannsóknarmenn lögreglunnar hefur nú til skoðunar það kókaín sem var gert upptækt í fórum fólksins. 15.10.2004 00:01
Jafntefli mögulegt? Ef jafn lítill munur verður á milli frambjóðenda til forsetakosninganna í Bandaríkjunum í kosningunum og skoðanakannanir sýna gætu sjónir manna beinst að Colorado fylki. Þar fara samhliða fram aðrar kosningar sem gætu breytt stöðunni til muna, og jafnvel leitt til þess að hvorugur þeirra Bush eða Kerry vinni kosningarnar. 15.10.2004 00:01
Kúgun kvenna hindrar þróunina Kúgun kvenna í Afríku er meiriháttar hindrun á framþróun í álfunni segir James Wolfensohn forseti Alþjóðabankans. Hann gagnrýndi karlmenn í Afríku harðlega á ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Eþóípíu í dag. Wolfensohn sagði menn ekki átta sig á því leynivopni sem Afríkuríki byggju yfir, en það væru konur sem vinna mörg mikilvæg verk. 15.10.2004 00:01
Bólusetning við malaríusmiti Vísindamenn telja sig í fyrsta sinn geta bjargað börnum frá malaríusmiti eða dauða með bólusetningu. Þótt enn sé langt í að menn telji baráttunni gegn þessum skæða sjúkdómi lokið, segja sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar skrefið stórt. 15.10.2004 00:01
Shröder hittir Gaddafi Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands fundar nú með Gaddafi lýbíuleiðtoga í Tripoli. Fundurinn er sögulegur, því að þetta er í fyrsta sinn sem kanslari Þýskalands hittir leiðtoga Lýbíu. Fundurinn er líka táknrænn fyrir batnandi samskipti Evrópuríkja og Lýbíu, en eins og fram hefur komið aflétti Evrópusambandið í síðustu viku viðskiptahömlum á Lýbíu 15.10.2004 00:01
Aukin samvinna Rússa og Kínverja Gömlu Sósíalistastórveldin Rússland og Kína ætla að bindast tryggari böndum á nýjan leik. Vladimir Pútín, forseti Rússlands heimsækir Kína þessa dagana og leggur á ráðin með starfsbróður sínum í austri, Hu Jintao, um það hvernig auka megi samskipti og viðskipti á milli stórveldanna tveggja. 15.10.2004 00:01
Bannað að skilja útundan Kjarnaríki Evrópusambandsins mega ekki skilja ný aðildarríki útundan að neinu leyti segja Tony Blair og Ferenc Gyurcsany, leiðtogi Ungverja. Talið er að í yfirlýsingu leiðtoganna tveggja felist skilaboð til Frakka og Þjóðverja, sem ásamt Ítalíu hafa verið í fararbroddi sambandsins frá stofnun þess. 15.10.2004 00:01
Cheney ævareiður Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna og konan hans eru ævareið út í John Kerry, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að hafa gert samkynhneigð dóttur þeirra að umræðuefni í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í Arizona á miðvikudaginn. Kerry tók dóttur Cheneys sem dæmi þegar hann var spurður út í afstöðu sína til samkynhneigðra. 15.10.2004 00:01
Google með nýjan leitarbúnað Fyrirtækið Google hefur komið á fót nýjum leitarbúnaði, sem gefur notendum kost á því að leita að efni á harða drifi tölvunnar jafnauðveldlega og leitað er á Netinu. Nýi búnaðurinn leitar í skjölum, skrám, tölvupósti og skyndiskilaboðum sem vistuð er á harða drifinu. 15.10.2004 00:01
Samtímis þjóðaratkvæðagreiðsla Evrópuþingið hefur lagt til að öll 25 ríki Evrópusambandsins haldi samtímis þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá sambandsins í byrjun maí á næsta ári. Þó er gert ráð fyrir því að Spánn þjófstarti og haldi þjóðaratkvæðagreiðsluna þann 20. febrúar næstkomandi. 15.10.2004 00:01
Ósammála um inngöngu Tyrkja Forseti Frakklands og forsætisráðherra landsins eru ósammála um ágæti þess að Tyrkir gangi í Evrópusambandið. Innganga Tyrkja í Evrópusambandið var til umræðu á franska þinginu í gær að frumkvæði Jaques Chirac, forseta Frakklands, sem styður inngöngu Tyrkja heilshugar. Umræðurnar voru gríðarlega heitar og hefur annað eins ekki sést á þinginu franska í háa herrans tíð. 15.10.2004 00:01
Vildi frægð og frama Morðingi bítilsins Johns Lennon segist hafa ráðið honum bana til þess að stela frægð hans. Mark Chapman segist hafa orðið merkilegri meðaljón eftir morðið heldur en fyrir það og það hafi verið hans eina hvatning fyrir aðgerðinni. 15.10.2004 00:01
Eiga að hætta eggjainnflutningi Bretar eiga að hætta að flytja inn egg frá Spáni að mati eggjaframleiðenda og heilbrigðisyfirvalda í landinu. Á síðastliðnum 2 árum hafa komið upp 6 þúsund salmonellutilvik í Bretlandi og er stór hluti þeirra rakinn beint til átu á spænskum eggjum. 15.10.2004 00:01
Pólverjar fara brátt heim Pólverjar ætla að fækka í herliði sínu í Írak frá og með byrjun næsta árs, að sögn Marek Belka, forsætisráðherra Póllands. Belka segir Pólverja ekki ætla að vera klukkutímanum lengur en nauðsynlega þurfi í Írak, enda sína nýlegar kannanir að 70% landsmanna séu á móti veru herliðsins pólska í Írak. 15.10.2004 00:01
Ánægja með sýknuna Sýknudómur yfir Morgan Tsvangirai leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe hefur endurnýjað trú manna á lýðræðið þar í landi. Robert Mugabe hefur farið með völd í landinu síðasta aldarfjórðung og voru réttarhöldin yfir helsta andstæðingi hans talin enn eitt dæmið um einræðistilburði hans. 15.10.2004 00:01
Átök skyggja á föstumánuð Föstumánuður múslima hófst í dag en skugga ber á vegna átaka. Þetta er mikill helgimánuður, tími pílagrímaferða, bæna og hugleiðinga og múslimar fá sér hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Í Írak halda átök hins vegar áfram, meðal annars í Fallujah þar sem bandarískar herþotur gerðu loftárásir í nótt. 15.10.2004 00:01
Eldurinn í Mexikó gýs Eldfjallið Eldur í Mexikó ber nafn með rentu, í það minnsta þessa dagana. Það hefur gosið reglulega frá því í lok september og eru gosin afar tilkomumikil. Vægir skjálftar hafa fylgt eldsumbrotunum en sérfræðingar telja byggð í nágrenni eldfjallsins í lítilli sem engri hættu. 15.10.2004 00:01
Setur Nader strik í reikninginn Neytendafrömuðurinn og sjálfstæði forsetaframbjóðandinn Ralph Nader gæti eyðilagt vonir Johns Kerry um að komast í Hvíta húsið. Ef kosningaúrslit verða í átt við niðurstöður skoðanakannana má búast við spennandi kosninganótt og þá skiptir allt máli. 15.10.2004 00:01
Bræður sjá um sig sjálfir Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, er nýkominn frá Úganda þar sem hann fylgdist með og mat árangur hjálparstarfsins. Hann hitti bræðurna Muwango, sextán ára, og Peter, fjórtán ára, sem fengið hafa hjálp til sjálfshjálpar. 15.10.2004 00:01
70 þúsund látin í Darfur Í það minnsta 70 þúsund manns hafa látist í flóttamannabúðum í Darfur frá því í mars og dánartíðnin fer ekki minnkandi nema umheimurinn leggi fram meira fé og meiri hjálp í að takast á við vandann, sagði David Nabarro, aðgerðastjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar á svæðinu. 15.10.2004 00:01
Blindir fóru í kröfugöngu "Danmörk getur kannski stært sig af því að bjóða upp á eitt besta velferðarkerfi í heimi en það nær ekki til blindra," sagði Jens Bromann, formaður landssambands blindra í Danmörku, þegar um 500 blindir einstaklingar fóru í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn. 15.10.2004 00:01
Þrengja hringinn um ræningjana Norska lögreglan telur hringinn vera að þrengjast um þjófana sem stálu málverkum Edvards Munch í ágúst, að því er fram kemur í Verdens Gang og Dagbladet. Þar segir að lögreglan hafi rakið ferðir bíls ræningjanna næstu daga fyrir ránið og komist að því að hann hafði farið um hendur margra þekktra glæpamanna. 15.10.2004 00:01
Hundinum bjargað frá aftöku Eftir þriggja ára stapp og fjárútlát upp á hálfa áttundu milljón króna tókst skosku hjónunum Bryan og Carol Lamont að bjarga lífi hundsins síns, Dino. 15.10.2004 00:01
Prinsessa auglýsir eftir skilnaði Margréti prinsessu í Hollandi hefur gengið illa að hafa uppi á eiginmanni sínum og kom það ljóslega fram í hollensku dagblaði síðasta föstudag þegar hún birti auglýsingu sem beint var til hans. Hún vildi þó ekki fá hann aftur heim heldur tilkynnti hún að hún vildi skilnað og að hann hefði frest fram í janúar til að andmæla skilnaðinum. 15.10.2004 00:01
Hvöttu til friðsamlegrar andstöðu Klerkar í Falluja hvöttu landsmenn í gær til friðsamlegrar andstöðu gegn Bandaríkjamönnum um allt Írak ef þeir reyndu að brjóta andspyrnu gegn þeim á bak aftur. Yfirlýsing klerkanna var lesin upp í moskum víða í Írak. 15.10.2004 00:01
Lífið aftur í samt horf Börn mættu aftur í skóla og bensínstöðvar, bankar og margvísleg önnur fyrirtæki hófu starfsemi á nýjan leik í fyrradag þegar fjögurra daga allsherjarverkfalli fjölmennustu verkalýðsfélaga Nígeríu lauk. 15.10.2004 00:01
Snúið við vegna sprengjuhótunar Farþegaflugvél Virgin-flugfélagsins var snúið aftur til Standsted-flugvallar fyrr í morgun vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leiðinni til Hong Kong frá Heathrow-flugvellinum í London og voru 233 um borð í vélinni. 14.10.2004 00:01
Tókust á af hörku Tekist var á af hörku um innanríkismál og velferðakerfið í síðustu kappræðum forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna í nótt. Milljónir manna fylgdust með kappræðunum sem voru fyrirfram taldar geta haft talsverð áhrif á fylgi frambjóðendanna. Hvorugur var þó sigurvegari samkvæmt skyndikönnunum að kappræðunum loknum og margir eru enn óákveðnir. 14.10.2004 00:01
Geimskot í Kasakstan Allt gekk að óskum þegar Rússar skutu geimflaug á loft frá Baikonur í Kasakstan í morgun. Um borð eru rússneskir og bandarískir geimfarar og er förinni heitið að alþjóðlegu geimstöðinni. 14.10.2004 00:01
Norsk stúlka lést af ofneyslu Íbúar í Bergen í Noregi eru slegnir vegna fréttar um að þrettán ára stúlka hafi látist vegna ofneyslu lyfja sem hún og vinkona hennar komust yfir hjá fíkniefnasölum um helgina. Lyfin voru í töfluformi og tóku stúlkurnar ótæpilega inn af þeim með þessum hörmulegu afleiðingum. 14.10.2004 00:01
Öflugar sprengingar í Bagdad Átta manns féllu og minnst fjórir særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu í miðborg Bagdad í Írak fyrir stundu. Að sögn sjónarvotta er þykkur reykmökkur yfir svæðinu. 14.10.2004 00:01
Kalla eftir aðgerðum SÞ Frjálsu félagasamtökin í Palestínu (PNGO) hafa sent frá sér ákall til Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um að skerast í leikinn og stöðva árásir Ísraelshers á palestínsku þjóðina. Árásir hafa staðið á norðanverðu Gaza-svæðinu síðan 28. september síðastliðinn. 14.10.2004 00:01
Sjö fórust í Kanada Flutningavél með sjö manna áhöfn fórst í Halifax í Nova Scotia í morgun. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak og hafnaði í skóglendi skammt frá borginni þar sem kviknaði í henni. Vélin var skráð í Ghana en talsmaður flugfélagsins segir enn of snemmt að segja til um orsök slyssins. 14.10.2004 00:01
Kínverji gekk berserksgang Karlmaður gekk berserksgang eftir að hafa tapað hundruð milljónum í spilavíti í Kína, stakk eiginkonu sína til bana og kveikti í íbúð sinni. Eldurinn breiddist út til nærliggjandi íbúða en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga þremur sem festust í brennandi húsinu. 14.10.2004 00:01
Íslendingar vinna hjá flugfélaginu Átta til níu íslenskir flugvirkjar vinna hjá flugfélagi vélarinnar sem fórst í Halifax í Kanada í morgun. Georg Þorkelsson, yfirmaður flugfélagsins í Lúxemborg, staðfestir við vefrit Morgunblaðsins að enginn Íslendingur hefði verið um borð. 14.10.2004 00:01
Kerry er ekki góður maður "Ég fékk annað tækifæri til að meta John Kerry og það eina sem ég get sagt er þetta: Þetta er ekki góður maður," sagði Lynne Cheney, eiginkona Dick Cheney varaforseta, þegar hún kynnti eiginmann sinn á kosningafundi. Hún er ósátt Kerry fyrir að hafa blandað samkynhneigðri dóttur Cheney-hjónanna inn í kappræður forsetaefnanna í fyrrinótt. 14.10.2004 00:01
Byrjað að telja atkvæði Talning er loks hafin á atkvæðum sem greidd voru í afgönsku forsetakosningunum um síðustu helgi. Talningin hefst fimm dögum eftir kosningar og fjórum dögum eftir að talning atkvæða átti að hefjast, en fresta þurfti henni vegna þess að erfiðlega gekk að safna kjörkössum saman. 14.10.2004 00:01
Ætterni konungs vafa orpið Ætterni Haralds Noregskonungs er í vafa eftir að virtur norskur fræðimaður greindi frá því að faðir hans, Ólafur V Noregskonungur, sem tók við embætti af Hákoni, fyrsta konungi Noregs, hefði hugsanlega ekki verið sonur Hákonar. 14.10.2004 00:01
Tíu ára bið á enda Kúrdíski mannréttindafrömuðurinn Leyla Zana veitti í gær viðtöku mannréttindaverðlaunum þings Evrópusambandsins. Þetta gerði hún tíu árum eftir að þingið heiðraði hana en mestallan þann tíma hefur hún setið í fangelsi í Tyrklandi fyrir baráttu sína fyrir auknum réttindum Kúrda í Tyrklandi. 14.10.2004 00:01
Kerry hafði betur en Bush John Kerry, forsetaefni demókrata, virðist hafa komist heldur betur frá þriðju og síðustu kappræðum forsetaefna stóru flokkanna en George W. Bush Bandaríkjaforseti. Hann hafði mun betur í tveimur könnunum sem birtar voru eftir kappræðurnar og sjónarmun betur í þeirri þriðju. 14.10.2004 00:01
Hættara við krabbameini Fólk sem notar farsíma í tíu ár eða lengur á frekar á hættu en aðrir að þjást af góðkynja krabbameini þeim megin á höfðinu sem það heldur á símanum. Þetta kemur fram í nýrri sænskri rannsókn. 14.10.2004 00:01
Heimili rýmd vegna skógarelda Tæplega áttatíu heimili hafa verið rýmd í Napa- og Yolosýslu í Kaliforníu vegna skógarelda sem hafa geysað á um 15 þúsund hektara svæði norðaustur af San Francisco. 14.10.2004 00:01
Olíuverðið aftur niður Verðið á olíufatinu lækkaði aftur niður í 52 dollara og 51 sent við lokun á olíumarkaði í New York í gær eftir að hafa náð 54 dollurum fyrr um daginn. Allsherjarverkfall sem nú er í Nígeríu, fimmta stærsta olíuframleiðanda innan OPEC-samtakanna, er ein aðal ástæða hækkunarinnar að undanförnu. 13.10.2004 00:01
Fjöldagrafir finnast í Írak Líkamsleifar að minnsta kosti eitt hundrað manna, þar á meðal barna, hafa fundist í fjöldagröfum nálægt þorpinu Hatra í Norður-Írak. Grafirnar eru taldar sanna ofsóknir gegn Kúrdum sem drepnir voru í þúsunda tali í valdatíð Saddams Husseins í lok níunda áratugarins. 13.10.2004 00:01