Erlent

Samtímis þjóðaratkvæðagreiðsla

Evrópuþingið hefur lagt til að öll 25 ríki Evrópusambandsins haldi samtímis þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá sambandsins í byrjun maí á næsta ári. Þó er gert ráð fyrir því að Spánn þjófstarti og haldi þjóðaratkvæðagreiðsluna þann 20. febrúar næstkomandi. Það er táknrænt að halda eigi atkvæðagreiðslurnar í maí á næsta ári, því þá verða 60 ár liðin frá endalokum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem markaði upphafið að þreifingum í átt til sameinaðrar Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×