Erlent

Aukin samvinna Rússa og Kínverja

Gömlu Sósíalistastórveldin Rússland og Kína ætla að bindast tryggari böndum á nýjan leik. Vladimir Pútín, forseti Rússlands heimsækir Kína þessa dagana og leggur á ráðin með starfsbróður sínum í austri, Hu Jintao, um það hvernig auka megi samskipti og viðskipti á milli stórveldanna tveggja. Viðskipti milli landanna jukust um 4 milljarða Bandaríkjadala í fyrra, úr 16 milljörðum árið 2002 í 20 milljarða árið 2003. Pútín segir að stefnt sé að því að þrefalda viðskiptin á næstu 4 árum, þannig að þau nemi 60 milljörðum bandaríkjadala árið 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×