Erlent

Kúgun kvenna hindrar þróunina

Kúgun kvenna í Afríku er meiriháttar hindrun á framþróun í álfunni segir James Wolfensohn forseti Alþjóðabankans. Hann gagnrýndi karlmenn í Afríku harðlega á ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Eþóípíu í dag. Wolfensohn sagði menn ekki átta sig á því leynivopni sem Afríkuríki byggju yfir, en það væru konur sem vinna mörg mikilvæg verk. Vandamálið sagði Wolfensohn í ræðu sinni er hins vegar að Afríkubúar berja konurnar sínar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×