Erlent

Andreotti sýknaður

Guilíó Andreotti fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu hefur verið formlega hreinsaður af öllum ásökunum um tengsl við mafíuna. Andreotti sem sjö sinnum var forsætisráðherra Ítalíu hefur í mörg árið barist gegn ásökunum um spillingu fyrir dómstólum en í morgun staðfesti æðsti dómstóll landsins tvo sýknudóma undirréttar og er málinu því endanlega lokið. Andreotti var sakaður um að hafa þegar greiðslur fyrir að vernda mafíósa gegn hinum langa armi laganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×