Erlent

Pólverjar fara brátt heim

Pólverjar ætla að fækka í herliði sínu í Írak frá og með byrjun næsta árs, að sögn Marek Belka, forsætisráðherra Póllands. Belka segir Pólverja ekki ætla að vera klukkutímanum lengur en nauðsynlega þurfi í Írak, enda sína nýlegar kannanir að 70% landsmanna séu á móti veru herliðsins pólska í Írak. 2500 pólskir hermenn eru nú staddir í Írak, auk þess sem Pólverjar eru í forsvari fyrir 8000 manna herlið í suðurhluta Íraks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×