Erlent

Segir Blair hafa logið

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, laug að almenningi í aðdraganda innrásarinnar í Írak, sagði Michael Howard, leiðtogi breskra íhaldsmanna, í viðtali við vikuritið New Statesman. Howard sagði bresku stjórnina hafa logið til um margt en að ekkert hefði dregið meira úr trausti almennings á valdhöfum en lygar um Írak. "Þetta er einfaldlega ósatt. Hann veit að það er ósatt að Blair eða nokkur annar ráðherra hafi logið," sagði Jack Straw utanríkisráðherra þegar hann andmælti fullyrðingu Howards.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×