Fleiri fréttir

Biðla til Blairs vegna gísls

Írakskir öfgamenn tóku bandarískan gísl af lífi í nótt og hóta að myrða tvo til viðbótar verði ekki orðið við kröfum þeirra. Ættingjar Kenneth Bigley, bresks gísls sem er í haldi mannanna, hafa þrábeðið Tony Blair, forsætisráðherra Breta, um að gera allt sem hann getur til að bjarga lífi Bigleys.

Þriðji hver 30 ára Dani glæpamaður

Þriðji hver Dani um þrítugt er glæpamaður. Ný könnun sem danska dómsmálaráðuneytið hefur látið gera um Dani sem fæddir eru árið 1970 leiðir í ljós að um þrjátíu prósent þeirra hafa komist í kast við lögin. Og þá eru umferðarlagabrot þar sem sektin er undir tíu þúsund krónum og hjólreiðatúrar á ljóslausu hjóli ekki talin með.

Tala látinna nálgast 700

Tala látinna í flóðum og aurskriðum á Haítí í kjölfar fellibylsins Jeanne er komin yfir 660 og er búist við að fleiri lík eigi eftir að finnast. Það er aðallega norðurhluti landsins sem varð illa úti og í strandbænum Gonaives sem liggur að mestu undir vatni hafa fundist fimm hundruð lík.

Vilja 20 þúsund milljarða bætur

Mál bandaríska ríkisins gegn stærstu tóbaksfyrirtækjum Bandaríkjanna hefst fyrir rétti í dag. Tóbaksfyrirtækin er sökuð um að hafa blekkt almenning og reynt að leyna því hvaða hættur fylgja reykingum þótt þau hefðu vitneskju um þær.

Hundruð látnir á Haítí

Nú er talið að tæplega 700 manns hafi látist eftir að fellibylurinn Jeanne gekk yfir Haítí um helgina. Jeanne hafði áður kostað nokkra lífið í Dóminíska lýðveldinu og Púertó Ríkó.

Óskar eftir fundi um innrásina

Steingrímur J. Sigfússon, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í utanríkismálanefnd, hefur sent Sólveigu Pétursdóttur, formanni nefndarinnar, bréf þar sem óskað er eftir fundi í nefndinni við fyrsta hentugleika til að ræða stuðning Íslands við innrásina í Írak og aðdraganda hennar.

Hátt í þúsund manns létust

Hátt í eitt þúsund manns týndu lífi í gríðarmiklum flóðum í kjölfar fellibylsins Jeanne á Haíti. Þetta mikla manntjón er rakið til gróðureyðingar landsins sem aftur er rakin til fátæktar og pólitískrar óstjórnar.

Vill að fleiri hjálpi til í Írak

"Lýðræðislegt Írak á sér miskunnarlausa óvini," sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hvatti þjóðir heims til að aðstoða við uppbyggingu Íraks og varði þá ákvörðun sína að gera innrás í Írak þrátt fyrir að deilt væri um lögmæti hennar.

Flestum KGB-skýrslum eytt

Lettar munu eyða stærstum hluta þeirra skýrslna sem sovéska leynilögreglan, KBG, skildi eftir þegar Sovétmenn héldu frá Lettlandi eftir að Eystrasaltsríkin fengu sjálfstæði. Einu skýrslurnar sem verða gerðar opinberar eru þær sem fjalla um fólk sem hefði ljóstrað upp um andóf við Sovétríkin.

Varað við sýkingu

Gera má ráð fyrir að um það bil sex þúsund Bretum hafi brugðið þegar þeir lásu bréf frá heilbrigðisyfirvöldum þar sem þeir voru varaðir við því að þeir hefðu hugsanlega þegið blóð sem væri sýkt af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum. Sjúkdómurinn er það afbrigði kúariðu sem leggst á menn.

Kaupa sprengjur á kostnað kana

Bandaríkjamenn ætla að selja Ísraelum nær 5.000 háþróaðar sprengjur og greiða sjálfir fyrir þær með peningum sem ætlaðir eru til hernaðaraðstoðar við Ísraela. Að sögn ísraelska dagblaðsins Haaretz er kaupverð sprengjanna tæpir 23 milljarðar króna.

Breyta sprengjum í rafmagn

Frakkar ætla að breyta plútóni úr bandarískum kjarnorkusprengjum í eldsneyti fyrir kjarnakljúfa. Kjarnorkueldsneytið verður síðan flutt aftur til Bandaríkjanna þar sem það verður notað til að framleiða rafmagn fyrir bandarísk heimili.

Enn neyðarástand í Darfur

"Þetta er neyðarástand sem er enn í gangi. Enn er verið að myrða fólk, nauðga og hrekja það frá heimilum sínum í Darfur," sagði Irene Khan, framkvæmdastjóri Amnesty International þegar samtökin kynntu niðurstöður rannsóknarnefndar sem kannaði ástandið í Darfur-héraði í Súdan.

Tveir bandarískir gíslar aflífaðir

Myndband sem sýnir þegar írakskir öfgamenn taka bandarískan gísl af lífi var í dag birt á Netinu. Mennirnir hótuðu í morgun að drepa tvo aðra gísla innan sólarhrings og létu verða af því að drepa annan þeirra rétt fyrir fréttir, samkvæmt arabísku sjónvarpsstöðinni Al Jazeera.

Bush varði stefnu sína í Írak

George Bush Bandaríkjaforseti varði stefnu sína í Írak í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag.

Nýr forseti í Indónesíu?

Allt bendir til þess að Megawati Sukarnuputri, forseti Indónesíu, hafi beðið lægri hlut í forsetakosningum sem fram fóru í gær. Fyrstu tölur benda til þess að hún hafi hlotið tæplega fjörutíu og sjö prósent greiddra atkvæða en að keppinauturinn, Susilo Bambang Yudhoyono, hafi hlotið ríflega fimmtíu og þrjú prósent atkvæða.

Sprengja sprakk á popptónleikum

Sprengja sprakk undir lögreglubíl á popptónleikum í Tyrklandi í gær og særðust í það minnsta fjórtán, þar af tveir mjög alvarlega. Enginn hefur gengist við tilræðinu en vinstrisinnaðir skæruliðar, kúrdískir aðskilnaðarsinnar og öfgafullir múslímar hafa áður látið til sín taka á sama svæði.

Lifði eins og ormur í viku

Breskur listamaður hefur nýlokið við fremur óvenjulegan gjörning. Hann ákvað að fara úr fötunum og vefja sig inn í plast til þess að geta lifað eins og ormur í rúma viku. Hann skreið á maganum út um allt og hélt sig að mestu í holum í jörðinni.

Norska prinsessan ólétt

Norska konungsfjölskyldan tilkynnti í morgun að norska prinsessan Martha Louise eigi von á barni með eiginmanni sínum, Ara Behn. Von er á hinni nýju konunglegu viðbót um miðjan apríl á næsta ári. Prinsessan hafði hug á að flytja til Bandaríkjanna í haust en nú verða einhverjar breytingar á þeirri ætlan.

Hægriöfgaflokkur sigurvegari

Hægriöfgaflokkurinn NPD og fyrrverandi kommúnistaflokkurinn PDS eru sigurvegarar kosninga sem fóru fram í Þýskalandi í gær. Stjórnmálamenn segja kjósendur vera að mótmæla en virðast vanmeta hversu útbreitt útlendingahatur er orðið.

90 látnir í Haítí

Talið er að um níutíu manns hafi látið lífið þegar hitabeltisstormurinn Jeanne gekk yfir Haítí um helgina. Fleiri látast þegar óveður ganga yfir Haítí en í sambærilegum veðrum annars staðar. Ástæðan er einfaldlega gríðarleg fátækt í landinu. 

Dóu vegna getnaðarvarnarplástra

Talið er að rekja megi dauða sautján kvenna í Bandaríkjunum til notkunar á getnaðarvarnarplástrum. Slíkir plástrar eru seldir hérlendis en landlæknir telur, að svo stöddu, ekki ástæðu til að innkalla þá.

Annað banatilræðið á einni viku

Varaforseti Afganistans lifði af sprengjutilræði þar sem fjarstýrður sprengjubúnaður var sprengdur þegar bílalest hans fór um Kunduz-hérað í norðurhluta landsins í dag. Varaforsetinn, Nematuallah Shahrani, er talinn líklegur til að sigra í forsetakosningunum í Afganistan sem fram eiga að fara 9. október næstkomandi.

Norðmenn deila um grjót

Arkitektar og almenningur í Noregi er kominn í hár saman vegna steinklæðningar sem prýða á nýtt óperuhús í Ósló. Arkitektarnir völdu ítalskan marmara og sú ákvörðun fór fyrir brjóstið á norsku þjóðinni sem krefst þess að norskt grjót skuli notað til að klæða norska óperu.

Tala látinna komin upp í 250

Tala látinna í Haítí eftir að hitabeltisstormurinn Jeanne gekk yfir landið um helgina er komin upp í tvö hundruð og fimmtíu manns að sögn starfsmanns Sameinuðu þjóðanna í landinu. Fleiri látast þegar óveður ganga yfir Haítí en í sambærilegum veðrum annars staðar vegna hinnar gríðarlegu fátæktar í landinu. 

Saddam biður vægðar

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, er þjakaður af þunglyndi og hefur beðið íröksku bráðabirgðastjórnina vægðar. Þetta kemur fram í viðtali við forsætisráðherra Íraks sem birtist í arabísku dagblaði í dag.

Sprautur óþarfar

Indverskir vísindamenn segjast hafa þróað nýja tegund lyfja sem munu leysa sprautur og pillur af hólmi.

Hundrað manns létust á Haítí

Um hundrað manns létust og 150 eru saknað eftir að fellibylurinn Jeanne gekk yfir Haítí um helgina. Jeanne hafði áður kostað nokkra lífið í Dóminíska lýðveldinu og Púertó Ríkó.

Leitaði að vopnum en fann lík

Austurrískur blaðamaður sem fékk upplýsingar um að vopn væru geymd í skóginum við Vín fann engin vopn heldur lík af konu sem hafði látist eftir að handsprengja hafði sprungið.

Seldi vopn til Írak

Ríkissaksóknari í Úkraínu rannsakar nú hvort fyrirtæki í Kiev, höfuðborg landsins, hafi selt og reynt að smygla flugskeytum til uppreisnarmanna í Írak.

Danir vilja hermennina heim

Meira en helmingur Dana vill að danskir hermenn verði kallaðir heim frá Írak ef kosningar verða ekki haldnar í landinu í janúar. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup sem kynntar voru í gær.

Eiturlyfjahringur upprættur

Tékkneska lögreglan hefur handtekið einn af höfuðpaurum eiturlyfjahrings sem talið er að hafi smyglað hundruð þúsunda e-taflna til Bandaríkjanna.

Samið um lausn gísla

Franska ríkisstjórnin er bjartsýn á að það takist að fá tvo franska blaðamenn, sem rænt var í Írak 20. ágúst, lausa úr haldi.

Hryðjuverkamenn streyma til Íraks

Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, óttast að alþjóðlegir hryðjuverkamenn streymi nú til landsins og reyni að spilla friðnum enn frekar.

Dómgreindarskortur Bush

Ákvörðun George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, að ráðast inn í Írak ber vott um dómgreindarskort og getur leitt stríðs sem ekki sér fyrir endann á.

Hótaði að sprengja skóla

Lögregla í litlum bæ í Michigan í Bandaríkjunum hefur handtekið sautján ára pilt sem hótaði því á Netinu að hann ætlaði að sprengja skólann sem hann er nemandi í.

300 látnir og fer fjölgandi

Óttast er að minnst þrjú hundruð manns hafi farist þegar hitabeltisstormurinn Jeanne reið yfir eyna Haítí í Karíbahafi í gær. Óveðrið olli mestu tjóni við strandbæ í norðvesturhluta landsins en þar urðu flestir vegir eins og beljandi stórfljót.

Fölsuð skjöl um Bush

Skjöl um bága frammistöðu George Bush Bandaríkjaforseta í þjóðvarðliðinu í Texas voru fölsuð. Sjónvarpsstöðin CBS birti fréttaskýringu sem byggðist á skjölunum en hefur nú beðist velvirðingar á mistökunum.

SÞ hóta Súdönum banni

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun þar sem ríkisstjórn Súdans er hótað banni á olíusölu verði ekki þegar í stað gripið inn í atburðarásina í Darfur-héraði. Þar fara arabískir skæruliðar um og hafa verið sakaðir um þjóðarmorð á svörtum íbúum, að sögn með fulltingi og samþykki stjórnvalda.

11 látast af völdum Jeanne

Ellefu manns fórust þegar fellibylurinn Jeanne reið yfir Dóminíska lýðveldið. Hundruð heimila eyðilögðust og þúsundir urðu að flýja veðurofsann. Jeanne stefnir nú hraðbyri yfir suðausturhluta Bahama-eyja. Annar öflugur stormur, sem hlotið hefur nafnið Karl, dýpkar nú úti á Atlantshafinu og stefnir í kjölfar Jeanne og Ívans.

Skæruliði skotinn á Gasa

Ísraelskir hermenn skutu palestínskan skæruliða á Gasa-ströndinni í morgun. Talsmenn Hamas-samtakanna fullyrtu þetta, en talsmenn Ísraelshers gátu ekki staðfest atvikið. Þeir sögðu þó að skotið hefði verið á hóp Palestínumanna sem reynt hefðu að koma fyrir sprengju nærri eftirlitsstöð á mörkum Gasa-strandarinnar og Ísraels.

Zemin hættir með herinn

Jiang Zemin hætti í morgun sem yfirmaður kínverska hersins, en það er síðasta staðan sem hann gegndi innan kínverska kommúnistaflokksins. Leiðtogi flokksins, Hu Jintao, tekur við embættinu. Allsherjarfundur miðstjórnar kommúnistaflokksins stendur nú í Peking, og þar var gengið formlega frá því að Hu yrði æðsti og valdamesti maður flokksins.

Allawi til Bretlands

Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, er kominn til Bretlands til viðræðna við Tony Blair, í kjölfar einnar blóðugustu viku Íraks síðan valdaskipti áttu sér stað í landinu. Meðal þess sem rætt verður er staða breska gíslins Kenneth Bigley, sem mannræningjar í Baghdad halda föngnum ásamt tveim Bandaríkjamönnum.

Kosningar í Írak á næsta ári

Kosningar verða haldnar í Írak í byrjun næsta árs sama hvað tautar og raular, segir Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks. Hann er því ósammála Colin Powell og Kofi Annan sem telja skálmöldina í landinu útiloka kosningar eins og stendur.

Sjá næstu 50 fréttir