Erlent

Hundruð látnir á Haítí

Nú er talið að tæplega 700 manns hafi látist eftir að fellibylurinn Jeanne gekk yfir Haítí um helgina. Jeanne hafði áður kostað nokkra lífið í Dóminíska lýðveldinu og Púertó Ríkó. Langflestir létust þegar fellibylurinn gekk yfir hafnarborgina Gonaives á norðurhluta Haítí. Þar fundust um 500 lík. Stanslausar rigningar hafa leitt til þess að heilu húsunum hefur skolað burt. Á sumum svæðum náði vatnið fjögurra metra hæð, götur borgarinnar voru líkari ám og þurfti fólk að fara upp á húsþök til að forðast flóðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×