Erlent

Þriðji hver 30 ára Dani glæpamaður

Þriðji hver Dani um þrítugt er glæpamaður. Ný könnun sem danska dómsmálaráðuneytið hefur látið gera um Dani sem fæddir eru árið 1970 leiðir í ljós að um þrjátíu prósent þeirra hafa komist í kast við lögin. Og þá eru umferðarlagabrot þar sem sektin er undir tíu þúsund krónum og hjólreiðatúrar á ljóslausu hjóli ekki talin með. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins segist undrandi á því hversu margir hafa gerst brotlegir en segir að mjög margir hafi aðeins fengið dóm einu sinni og fullyrðir að mörg þessara brota séu bernskubrek. Í rannsókninni kemur einnig fram að þeir sem hafi flutt oft eða hafi verið lengi að klára skólaskylduna hafi oftar fengið dóm en aðrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×