Erlent

Annað banatilræðið á einni viku

Varaforseti Afganistans lifði af sprengjutilræði þar sem fjarstýrður sprengjubúnaður var sprengdur þegar bílalest hans fór um Kunduz-hérað í norðurhluta landsins í dag. Varaforsetinn, Nematuallah Shahrani, er talinn líklegur til að sigra í forsetakosningunum í Afganistan sem fram eiga að fara 9. október næstkomandi. Hann lifði einnig af banatilræði í síðustu viku þegar flugskeyti var skotið að þyrlu sem hann var í en flugskeytið missti marks. Skæruliðar talíbana eru taldir hafa staðið fyrir tilræðunum. Shahrani sést hér fyrir miðju á mynd sem tekin var í desember í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×