Erlent

Norðmenn deila um grjót

Arkitektar og almenningur í Noregi er kominn í hár saman vegna steinklæðningar sem prýða á nýtt óperuhús í Ósló. Arkitektarnir völdu ítalskan marmara og sú ákvörðun fór fyrir brjóstið á norsku þjóðinni sem krefst þess að norskt grjót skuli notað til að klæða norska óperu. Samkvæmt könnun sem Aftenposten framkvæmdi vilja einungis fimmtán prósent Norðmanna ítalska marmarann en sextíu og níu prósent kjósa norskt granít. Sextán prósentum stendur á sama um klæðninguna. Málið er komið inn á borð hjá menningarmálaráðherra Norðmanna sem segist ekki hafa hundsvit á grjóti og því verði það fagfólk sem taki endanlega ákvörðun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×