Fleiri fréttir

Morðingi laus í London

Tuttugu og tveggja ára frönsk kona var myrt í Twickenham-hverfi, í suðvesturhluta Lundúnaborgar í fyrrinótt. Þetta er fimmta árásin af þessu tagi, sem gerð hefur verið í hverfinu, á skömmum tíma. Óttast er að einn og sami maðurinn hafi verið að verki í öll skiptin.

Ali enn í haldi liðsmanna Sadr

Liðsmenn uppreisnarklerksins Múktada al-Sadr hafa Ali-moskuna, í borginni Najaf í Írak, enn á sínu valdi. Viðræður um að afhenda hana æðsta trúarleiðtoga sjíta, al-Sistani, hafa staðið yfir í dag en til átaka kom í nágrenni við moskuna.

Nýr taki við Imam Ali moskunni

Harðar árásir, sem gerðar voru í nótt á borgina Najaf í Írak, virðast hafa hrist upp í harðlínuklerknum Múktada al-Sadr. Fulltrúar hans vilja nú að erindrekar æðsta klerks Íraks,  al-Sistani, taki við stjórn Imam Ali moskunnar í Najaf, þar sem al-Sadr hefur haldið til.

Fimm látast í Fallujah

Fimm hið minnsta fórust í sprengjuárásum á borgina Fallujah í Írak í nótt, en þar hefur andspyrna verið mikil frá upphafi. Árásirnar hófust á ný í morgun. Raunar hafa bandarískar orrustuvélar varpað sprengjum á borgina nánast daglega undanfarna viku. Fallujah er ein meginbækisstöð andspyrnu og skæruliða í Írak, en það eru einkum Súnnítar sem þar búa.

Læknar aðstoða við pyntingar

Prófessor við Háskólann í Minnesota í Bandaríkjunum segir lækna hafa aðstoðað fangaverði við pyntingar á föngum í Abu Graib fangelsinu. Hann segir ákveðna lækna hafa falsað dánarúrskurði, til þess að hylma yfir morð og pyntingar á föngum.

Vinna skítverk fyrir Bush

John Kerry, forsetaefni Demókrata, segir þann hóp manna sem heldur uppi áróðri um að hann hafi ekki særst í Vietnamstríðinu vera að vinna skítverk fyrir Bush forseta. Hann segir áróðursherferðina kostaða af repúblikana frá Texas

Reykur í farþegarými

168 farþegar spænskrar leiguflugvélar urðu að flýja út um neyðarútganga eftir að mikill reykur myndaðist í farþegarými vélarinnar í morgun. Vélin var á brautarenda á flugvellinum í Köln í Þýskalandi og var við það að taka á loft þegar reykurinn fyllti farþegarýmið.

Fellibylur og flóð í Japan

Fellibylurinn Megi skall með offorsi á norðurströnd Japans í morgun. Stormurinn olli uppnámi í samgöngum, rafmagnsleysi og flóðum. Megi hefur undanfarna þrjá daga valdið miklu uppnámi í Suður-Kóreu og hluta Japans, en alls er talið að þrettán hafi farist í ofsaveðrinu.

77 létust á sólarhring

77 manns hið minnsta hafa farist í hörðum árásum á skotmörk í Najaf í Írak undanfarinn sólarhring. Harðlínuklerkurinn Múktada al-Sadr er þar í skotlínu írakskra og bandarískra sveita.

Olíuverð hækkar um 59% á ári

Olíuverð stefnir yfir fimmtíu dollara í dag. Í gærmorgun var verðið á olíufati um 47 dollarar. Um hádegisbil var það orðið 47 dollarar og 50 sent, og þegar viðskiptum var hætt á markaði í gær var verðið á olíufati komið upp í 48 dollara og 98 sent.

Harward og Princeton bestir

Harward og Princeton eru bestu háskólar Bandaríkjanna fyrir grunnnám, samkvæmt nýrri rannsókn fréttatímaritsins US News and World Report. Yale og háskólinn í Pennsilvaníu fylgja fast á hæla þeim.

Óeðlilegir viðskiptahættir

Framkvæmdastjóri Skólavörubúðarinnar segir óeðlilega viðskiptahætti stundaða í verslun skólavöru. Ákveðnir aðilar selji vörur sem teknar eru fyrir í verðkönnunum á mjög lágu verði til þess að ná sér í fyrirsagnir.

Enn átök við Imam Ali moskuna

Átök halda áfram við Imam Ali moskuna í Najaf, þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnvalda í Írak að lögregla hafi moskuna í haldi. Þá neita einnig talsmenn sjíta klerksins al-Sadr að lögreglan sé inní moskunni.

Hlægilegt að halda úti herstöð

Einum virtasta dálkahöfundi Bandaríkjanna finnst það nánast hlægilegt að halda úti herstöð á Íslandi. Charles Krauthammer skrifar fyrir blöð eins og Washington Post og Time. Í Washington Post, í dag, fjallar hann um þá ákvörðun Georges Bush að flytja tugþúsundir bandarískra hermanna frá herstöðvum sem þeir manna nú.

Trúa á tengsl Saddams og al-Kaída

Rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna telur að Írakar hafi verið í nánum tengslum við al-Kaída fyrir innrás Bandaríkjahers og bandamanna þeirra samkvæmt nýrri könnun. Þar kemur einnig fram að fimmtán prósent þeirra telja að Íraksstjórn hafi átt beina aðild að hryðjuverkaárásunum í New York og Washington 11. september 2001.

Ruglað saman við hryðjuverkamann

Edward Kennedy er einn frægasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna en það dugar ekki til að koma í veg fyrir að honum sé ruglað saman við hryðjuverkamann og lendi þar af leiðandi í vandræðum með að ferðast með flugi innan Bandaríkjanna.

Al-Sadr horfinn úr moskunni

Mikil óvissa ríkir um ástandið í íröksku borginni Najaf. Fyrr í dag var því haldið fram að írakska lögreglan væri komin inn í Imam Ali moskuna og að uppreisnarmenn hefðu yfirgefið hana og verið handteknir.

Tólf Nepölum rænt í Írak

Íslamskur hryðjuverkahópur, sem kallar sig her Ansar al-Sunnar, hefur rænt tólf verkamönnum frá Nepal vegna samvinnu þeirra við Bandaríkjaher í Írak. Yfirlýsing kom frá hópnum þar sem nöfn mannann tólf voru birt.

Bát stolið í Hafnarfirði

Bát var stolið í Hafnarfirði að kvöldi þriðjudags, eða aðfaranótt miðvikudags. Báturinn var af tegund SELVA 5,5 og var hvítur að lit. Utanborðsmótor var á bátnum og lítið plasthús.

Ávirðingar ganga á víxl

Ávirðingar ganga á víxl á milli forsetaframbjóðendanna Kerrys og Bush í Bandaríkjunum. Kerry svarar nú fullum hálsi auglýsingum þar sem hann er sagður ljúga til um eigin hetjudáðir í Víetnamstríðinu, og segir Bush standa fyrir óhróðursherferð.

Olían hækkar enn

Olíuverð var síðdegis komið upp í 49 dollara og 29 sent. Átökin í Írak eru sögð meginástæða hækkana í dag. Hækkunin frá því í lok júní nemur alls 33 prósentum. Vegna skemmdarverka og árása hefur olíuútflutningur Íraks minnkað um tæpan helming frá því í apríl.

Ringulreið í Najaf

Harðlínuklerkurinn al-Sadr virðist hafa sloppið undan hersveitum Bandaríkjanna og Íraks síðdegis. Algjör ringulreið ríkir í Najaf og enginn virðist vita nákvæmlega hvað er þar á seyði.

Helgidómurinn yfirgefinn

Mahdisveitir Muqtada al-Sadr fjarlægðu öll vopn sín úr mosku Imam Ali eftir að samkomulag náðist við helsta leiðtoga sjíamúslima um að hann tæki að sér stjórn og umsjón moskunnar. </font /></b />

Tólf dánir í ofsaveðri í Asíu

Tólf hafa farist í ofsaveðri í Asíu undanfarinn sólarhring en fellibylurinn Megi gekk þá yfir Suður-Kóreu og Japan. Flytja þurfti þrjú þúsund manns frá heimilum sínum. Reyndar er Megi enn á leiðinni til Japans og á undan honum kemur hellirigning með miklu hvassviðri sem þegar hefur valdið vandræðum og mannfalli.

60 mannns í sjálfheldu í Skotlandi

Þyrlur þurfti til að bjarga nærri sextíu manns sem lentu í sjálfheldu eftir að skriður féllu á þjóðveg í Skotlandi í gær. Tvær skriður lokuðu um tuttugu bíla inni og segja björgunarmenn það mikla mildi að enginn skyldi slasast eða verða fyrir skriðu.

Tvö óþekkt tungl Satúrnusar

Geimfarið Cassini, sem er á sporbraut um Satúrnus, hefur sent nýjar myndir heim og getur þar að líta tvö áður óþekkt tungl. Þar með er fjöldi tungla Satúrnusar orðinn þrjátíu og þrjú og enn er verið að leita fleiri.

Dýr myndi páfi allur

Ferð Jóhannesar Páls páfa annars til Lourdes virðist ekki ætla að verða til fjár. Alla vega ekki fyrir kaþólsku kirkjuna á svæðinu sem er skuldum vafin eftir heimsóknina sem kostaði hana vel yfir hundrað milljónir króna.

Jesús var fyrsti demókratinn

"Hafi einhvern tíma verið til vinstrimaður sem hugsaði með hjartanu var það Jesús Kristur. Ég held að trésmiðurinn frá Galíleu hafi verið fyrsti demókratinn," sagði James C. Moore á ráðstefnu miðju- og vinstrisinnaðra kristinna manna þar sem þeir ræddu stjórnmál og trúmál.

Fimm sprengingar í Najaf

Fimm háværar sprengingar heyrðust skammt frá Iman Ali moskunni í Najaf fyrr í morgun en harðlínuklerkurinn Muqtada al-Sadr samþykkti í gær að hverfa þaðan ásamt fylgismönnum sínum. Sjónarvottar segja að leyniskyttur hafi verið á sveimi á svæðinu.

Sharon beið lægri hlut

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, beið lægri hlut í atkvæðagreiðslu Likud-flokksins í gær en flokksmenn höfnuðu því að leyfa Sharon að mynda samsteypustjórn með Verkamannaflokknum. Þetta er áfall fyrir Sharon og gæti hindrað framgang áætlana um brotthvarf frá Gasa-ströndinni.

Árás verður gerð á al-Sadr

Árás verður gerð á harðlínuklerkinn Muqtada al-Sadr og menn hans í Najaf, yfirgefi þeir ekki Iman Ali moskuna þar innan nokkurra stunda. Þetta segja talsmenn írakskra stjórnvalda.

Fuglaflensa í Malasíu

Fuglaflensa er komin á kreik enn á ný. Hundruð kjúklinga voru drepin í Malasíu í morgun þar sem fuglaflensa greindist þar í fyrsta sinn. Þetta er gert til að reyna að hefta frekari útbreiðslu veikinnar. Tuttugu og sjö hafa farist í Suðaustur-Asíu vegna fuglaflensu í ár.

2400 manns yfirgefa heimili sín

Yfir 2400 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suðurhluta Suður-Kóreu vegna fellibylsins Megi sem náð hefur ströndum landsins. Þá hefur fjölda flugferða, siglinga og lestarferða verið aflýst í landinu vegna mikilla rigninga og öflugra vinda. Megi hefur þegar farið yfir Japan þar sem sjö manns létu lífið vegna bylsins.

Olíuverð komið í 47,50 dollara

Olíuverð er nú komið yfir 47 dollara og 50 sent á fatið og nú er ástæðan sögð vísbendingar um enn meiri eldsneytisþörf í Kína og Indlandi. Undanfarna fimmtán daga hefur olíuverð náð nýju, sögulegu hámarki fjórtán sinnum og verðhækkunin nemur um tíu dollurum á fatið frá því í lok júní. Það er tuttugu og átta prósenta hækkun.

Uffizi-safninu í Flórens lokað?

Hætt er við að loka verði hinu fræga Uffizi-safni í Flórens á Ítalíu. Til stendur að skera fjárveitingar til safnsins niður um fjórðung, eins og til annarra safna og fornleifaverkefna. Menningarmálaráðherra Ítalíu segir niðurskurðinn svo umfangsmikinn að vart verði hægt að halda Uffizi-safninu opnu.

Ögurstund í Najaf

Komið er að ögurstundu í borginni Najaf í Írak. Þolinmæði stjórnvalda gagnvart Muqtada al-Sadr er á þrotum og árás yfirvofandi. Hann vill hins vegar viðræður. 

Upplausnarástand í Ísrael

Upplausnarástand er í ísraelskum stjórnmálum eftir að flokksfélagar í Likud-flokki Ariels Sharons höfnuðu hugmyndum hans um samsteypustjórn með Verkamannaflokknum. Sharon hyggst þrátt fyrir þetta reyna að mynda stjórn en leiðtogar Verkamannaflokksins telja kosningar óumflýjanlegar.

22 hið minnsta létust á Flórída

Nú er ljóst að að minnsta kosti 22 hafa látið lífið í Flórída af völdum fellibylsins Charleys og tæplega 400 þúsund manns eru án rafmagns. Þá eru þúsundir heimilislausir eftir hamfarirnar. Fellibylurinn gekk yfir Flórída um síðustu helgi eftir að hafa áður valdið miklum usla á Kúbu. Tjónið er metið á tugi milljarða íslenskra króna. 

Borg borgar skatt

Tennisgarpurinn Björn Borg hefur gefist upp í baráttu sinni gegn sænskum skattayfirvöldum. Borg hefur búið í Monte Carlo undanfarin fimmtán ár en sænski skatturinn lítur svo á að hann hafi frá því í október 2002 búið í Stokkhólmi ásamt nýrri eiginkonu sinni og syni.

Al-Sadr fær lokafrest

Iyad Allawi, sem gegnir stöðu forsætisráðherra Íraks, hefur gefið öfgaklerknum Muqtada al-Sadr lokafrest til að yfirgefa Imam Ali moskuna í Najdaf og fyrirskipa hersveitum sínum að leggja niður vopn. Al-Sadr hafði fallist á vopnahlé í gær en setti síðan fram ýmsar kröfur sem ekki var hægt að ganga að. 

Uggandi vegna Bandaríkjahers

Sumir íranskir herforingjar telja réttast að verða fyrri til að láta til skarar skríða ef þeir telja hættu á að Bandaríkjamenn komi til með að gera árás á Íran. Þetta sagði Ali Shamkhani, varnarmálaráðherra Írans, í viðtali á Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni.

Efnir ekki loforðið

Þrátt fyrir loforð sín um að vinna gegn spillingu í palestínsku heimastjórninni hefur Jasser Arafat neitað að staðfesta löggjöf sem er ætlað að sporna gegn spillingu.

Fortíð föðurins reyndist dýrkeypt

Syndir feðranna geta enn reynst mönnum erfiðar. Það fékk Shin Ki-nam, leiðtogi Uri-flokksins sem er við völd í Suður-Kóreu, að reyna. Hann hefur nú neyðst til að segja af sér í kjölfar ásakana um að hafa reynt að breiða yfir störf föður síns fyrir japanska hernámsveldið.

Spáðu þvert á úrslit

Útgönguspá sem bandarískt fyrirtæki gerði meðan kosningarnar í Venesúela voru enn í fullum gangi er nú í miðdepli deilna um hvort brögðum hafi verið beitt til að tryggja Hugo Chavez forseta áframhaldandi völd. Samkvæmt spánni vildu 59 prósent kjósenda binda enda á kjörtímabil forsetans en talning atkvæða sýndi að 59 prósent vildu hafa hann áfram.

Górilla eignaðist tvíbura

"Þetta er kraftaverki líkast því górillurnar eru í útrýmingarhættu," sagði Fidelle Ruzigandekwa, yfirmaður Náttúrulífsstofnunar Rúanda, eftir að fjallagórilla fæddi tvíbura. Þetta er aðeins í þriðja skipti í sögunni sem það gerist, svo vitað sé til.

Sjá næstu 50 fréttir