Erlent

Uffizi-safninu í Flórens lokað?

Hætt er við að loka verði hinu fræga Uffizi-safni í Flórens á Ítalíu. Til stendur að skera fjárveitingar til safnsins niður um fjórðung, eins og til annarra safna og fornleifaverkefna. Menningarmálaráðherra Ítalíu segir niðurskurðinn svo umfangsmikinn að vart verði hægt að halda Uffizi-safninu opnu. Ein og hálf milljón gesta sækir safnið heim árlega en þar getur meðal annars að líta verk eftir Leonardo da Vinci, Raphael, Rubens, Michelangelo og Caravaggio, svo að ekki sé minnst á verk Botticellis, Fæðingu Venusar. Myndin er af hinni frægu styttu Michelangelos af Davíð sem er meðal þeirra gersema sem eru í Uffizi-safninu. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×