Erlent

Hlægilegt að halda úti herstöð

Einum virtasta dálkahöfundi Bandaríkjanna finnst það nánast hlægilegt að halda úti herstöð á Íslandi. Charles Krauthammer skrifar fyrir blöð eins og Washington Post og Time. Í Washington Post, í dag, fjallar hann um þá ákvörðun Georges Bush að flytja tugþúsundir bandarískra hermanna frá herstöðvum sem þeir manna nú. Þessi ákvörðun forsetans hefur verið töluvert umdeild. Krauthammer telur hana hinsvegar rétta, og segir ekkert vit í því að hafa fjölmennar hersveitir þar sem engin þörf sé fyrir þær, frá öryggissjónarmiði. Hann nefnir að á Íslandi séu 1700 bandarískir hermenn, og spyr: "Fyrir hverjum erum við eiginlega að vernda Ísland. Eða erum við þar til þess að fylgjast með al-kaída sellum á Grænlandi?"



Fleiri fréttir

Sjá meira


×