Erlent

Læknar aðstoða við pyntingar

Prófessor við Háskólann í Minnesota í Bandaríkjunum segir lækna hafa aðstoðað fangaverði við pyntingar á föngum í Abu Graib fangelsinu. Hann segir ákveðna lækna hafa falsað dánarúrskurði, til þess að hylma yfir morð og pyntingar á föngum. Þá segir hann lækna í fengelsinu ekki hafa tilkynnt um pyntingar fyrr en eftir að rannsókn hófst í málinu, þrátt fyrir að þeir hafi vel vitað um að pyntingar ættu sér stað. Prófessorinn fer fram á að rannsakað verði með opinberum hætti hvert hlutverk lækna í pyntingunum hafi verið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×