Erlent

Tvö óþekkt tungl Satúrnusar

Geimfarið Cassini, sem er á sporbraut um Satúrnus, hefur sent nýjar myndir heim og getur þar að líta tvö áður óþekkt tungl. Þar með er fjöldi tungla Satúrnusar orðinn þrjátíu og þrjú og enn er verið að leita fleiri. Marsflakkararnir Spirit og Opportunity hafa einnig sent heim nýjar myndir og gögn frá rauðu plánetunni. Vísindamenn geimferðastofnunarinnar NASA segja nú að flakkararnir sýni orðið ellimerki og hætt sé við að samband við þá rofni nú þegar vetur gengur í garð á Mars. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×