Erlent

Nýr taki við Imam Ali moskunni

Harðar árásir, sem gerðar voru í nótt á borgina Najaf í Írak, virðast hafa hrist upp í harðlínuklerknum Múktada al-Sadr. Fulltrúar hans vilja nú að erindrekar æðsta klerks Íraks,  al-Sistani, taki við stjórn Imam Ali moskunnar í Najaf, þar sem al-Sadr hefur haldið til. Orrustuþotur létu sprengjum rigna yfir borgina í nótt en í morgunsárið var því að mestu hætt. Í gær var al-Sadr tjáð, að lokahrina væri yfirvofandi til að ganga á milli bols og höfuðs á honum, en talsmenn írakskra yfirvalda segja árásirnar í nótt ekki lokahrinuna sem hótað var. Engin viðbrögð hafa enn sem komið er borist við umleitan manna al-Sadrs, sem neitar eftir sem áður að biðja Mehdi-skæruliðasveitir sínar að leggja niður vopn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×