Erlent

Óeðlilegir viðskiptahættir

Framkvæmdastjóri Skólavörubúðarinnar segir óeðlilega viðskiptahætti stundaða í verslun skólavöru. Ákveðnir aðilar selji vörur sem teknar eru fyrir í verðkönnunum á mjög lágu verði til þess að ná sér í fyrirsagnir. Skólvörubúðin hefur sent samkeppnisstofnun erindi annað árið í röð, þar sem stórar verslanir sem selja skólavörur eru sagðar stunda óeðlilega viðskiptahætti. Rafn Benedikt Rafnsson, framkvæmdastjóri Skólavörubúðarinnar segir verslanirnar Griffil og Office One selja vörur sem vitað sé að teknar verði fyrir í verðkönnunum langt undir innkaupsverði og síðan sé alhæft út frá því og röng heildarmynd gefin. Rafn segir að í þeim tíu vöruliðum sem fari í verðkönnun séu þessir aðilar lægstir en að öðru leiti sé verð mjög svipað í öllum búðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×